Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2023 14:08 Aflífa þarf ríflega 700 kindur á bænum Syðri-Urriðaá vegna riðu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. Riða greindist á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði fyrir helgi, skömmu eftir að riða hafði greinst á bænum Bergstöðum, en þar eru ríflega 700 kindur sem þarf að aflífa. Það hefur þó ekki tekist hingað til, brennsluofninn í sorpeyðingarstöðinni Kölku er bilaður og sveitarstjórn Húnaþings vestra og Umhverfisstofnun hafa ekki fundið aðra leið til förgunar um helgina. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að þau séu tilbúin til að grípa til aðgerða og bíði eftir niðurstöðu „Við gátum ekki farið í aðgerðir í dag eins og við ætluðum vegna þess að förgunarleið er ekki klár. Það þýðir ekkert að fara af stað með aðgerðir nema að öll keðjan sé til reiðu, að við getum losnað við hræinn á öruggan hátt,“ segir Sigurborg. Tíminn er þó naumur en ef það tekst ekki að finna förgunarleið á morgun munu þau þurfa að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð, sem fer fram í kringum mánaðarmótin. „Það er í rauninni bara í klukkustundum talið núna, sem að við höfum rými til þess að fara í aðgerðir,“ segir Sigurborg en gangi það ekki upp á morgun sé það nálægt burði að það sé ekki forsvaranlegt að fara í slíkar aðgerðir fóstranna og fjárins vegna. Þurfa að aflífa fleiri gripi á öðrum bæjum Til að kanna hvort að riðan hafi náð að dreifa sér víðar stendur til að taka sýni úr gripum sem hafa farið frá Syðri-Urriðaá á aðra bæi. „Smitrakning hefur leitt í ljós að það eru um tuttugu gripir enn þá á lífi sem að við þurfum að ná í og fjarlægja hugsanleg smitefni, það er að segja fjarlægja dýrin, aflífa og taka úr þeim sýni og þetta gengur svona koll af kolli,“ segir Sigurborg. Það myndi taka um viku eftir að dýrin eru aflífuð að fá niðurstöðu frá Keldum, ef allt gengur að óskum. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun að svo stöddu um hvenær hægt verði að fara í það. „Við erum að einbeita okkur að þessum förgunarmálum núna. Matvælastofnun er tilbúin í sínar aðgerðir en getur ekki hafið þær vegna þess að förgunarleið er ekki tilbúin,“ segir Sigurborg. Sveitastjóri Húnaþings vestra segir í samtali við fréttastofu að allt kapp sé lagt á að finna förgunarleið, enda tíminn naumur. Íbúafundur vegna málsins er á dagskrá annað kvöld þar sem fulltrúar Matvælastofnunar og Bændasamtakanna, auk sálfræðings og sérfræðings í riðurannsóknum, verða með erindi. Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Landbúnaður Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24 Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Riða greindist á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði fyrir helgi, skömmu eftir að riða hafði greinst á bænum Bergstöðum, en þar eru ríflega 700 kindur sem þarf að aflífa. Það hefur þó ekki tekist hingað til, brennsluofninn í sorpeyðingarstöðinni Kölku er bilaður og sveitarstjórn Húnaþings vestra og Umhverfisstofnun hafa ekki fundið aðra leið til förgunar um helgina. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að þau séu tilbúin til að grípa til aðgerða og bíði eftir niðurstöðu „Við gátum ekki farið í aðgerðir í dag eins og við ætluðum vegna þess að förgunarleið er ekki klár. Það þýðir ekkert að fara af stað með aðgerðir nema að öll keðjan sé til reiðu, að við getum losnað við hræinn á öruggan hátt,“ segir Sigurborg. Tíminn er þó naumur en ef það tekst ekki að finna förgunarleið á morgun munu þau þurfa að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð, sem fer fram í kringum mánaðarmótin. „Það er í rauninni bara í klukkustundum talið núna, sem að við höfum rými til þess að fara í aðgerðir,“ segir Sigurborg en gangi það ekki upp á morgun sé það nálægt burði að það sé ekki forsvaranlegt að fara í slíkar aðgerðir fóstranna og fjárins vegna. Þurfa að aflífa fleiri gripi á öðrum bæjum Til að kanna hvort að riðan hafi náð að dreifa sér víðar stendur til að taka sýni úr gripum sem hafa farið frá Syðri-Urriðaá á aðra bæi. „Smitrakning hefur leitt í ljós að það eru um tuttugu gripir enn þá á lífi sem að við þurfum að ná í og fjarlægja hugsanleg smitefni, það er að segja fjarlægja dýrin, aflífa og taka úr þeim sýni og þetta gengur svona koll af kolli,“ segir Sigurborg. Það myndi taka um viku eftir að dýrin eru aflífuð að fá niðurstöðu frá Keldum, ef allt gengur að óskum. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun að svo stöddu um hvenær hægt verði að fara í það. „Við erum að einbeita okkur að þessum förgunarmálum núna. Matvælastofnun er tilbúin í sínar aðgerðir en getur ekki hafið þær vegna þess að förgunarleið er ekki tilbúin,“ segir Sigurborg. Sveitastjóri Húnaþings vestra segir í samtali við fréttastofu að allt kapp sé lagt á að finna förgunarleið, enda tíminn naumur. Íbúafundur vegna málsins er á dagskrá annað kvöld þar sem fulltrúar Matvælastofnunar og Bændasamtakanna, auk sálfræðings og sérfræðings í riðurannsóknum, verða með erindi.
Riða í Miðfirði Húnaþing vestra Landbúnaður Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24 Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24
Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27