Gísli Snær segir ekki litið til þess hvar eigi að sýna afurðina Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2023 14:24 Magnús Ragnarsson hjá Símanum er afar ósáttur við að styrkir Kvikmyndasjóðs til sjónvarpsþátta séu allir til þátta sem til stendur að sýna á RÚV. Gísli Snær segir að ekki sé litið til þess hvar til standi að sýna þættina þegar styrkt er. Gísli Snær Erlingsson hjá Kvikmyndamiðstöð segir það rangt hjá Magnúsi Ragnarssyni hjá Símanum að horft sé til þess hvar sýna eigi þætti sem styrktir hafa verið af Kvikmyndasjóði. Styrkirnir séu ekki til sjónvarpsstöðvanna heldur er litið fyrst og síðast til möguleika handritsins. Vísir greindi frá þessu í gær að Magnús teldi jafnræðis ekki gætt, allir styrkirnir úr Kvikmyndasjóði renni til sjónvarpsverkefna sem til standi að sýna á dagskrá Ríkisútvarpsins. RÚVarar með allt til sín Kvikmyndamiðstöð Íslands veitir árlega styrki úr kvikmyndasjóði, meðal annars fyrir leikið sjónvarpsefni. Fjögur verkefni eru á lista, þrjú þeirra; Vigdís, Danska konan og Ráðherrann 2, hafa fengið vilyrði fyrir 200 milljónum króna í heildina í ár. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir að framleiðslufyrirtæki á þeirra vegum sem sótt hafi um hafi fengið þau svör að það væri ekki meira fjármagn til staðar. Ekki verið að styrkja sjónvarpsstöðvarnar Vísir bar þessa stöðu undir Gísla Snæ Erlingsson en hann er nýtekinn við stöðu forstöðumanns og tekur við þeirri stöðu af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur verið forstöðumaður undanfarna tvo áratugi. Gísli Snær segir það ekki með öllu rétt að hann komi að öllum sjóðum tómum en eftir því sem hann best viti sé vissulega búið að úthluta því sem til er fyrir sjónvarpsverkefnin. Gísli Snær segir styrki til verkefna ekki hugsaða sem styrki til sjónvarpsstöðva.aðsend „Ég var bara að taka við þessu öllu saman, núna 1. apríl. Þetta er lítið heimili en mikil útgjöld. Fámennur vinnustaður en miklir fjármunir sem fara út í styrki og það þarf að halda utan um það, að ekki sé veitt og ekki til fyrir þessu.“ Gísli Snær segir að þau verkefni sem hafa verið að berast inn til Kvikmyndamiðstöðvar séu afar spennandi og góð. „Eins og þetta gengur fyrir sig hér þá er þetta auðvitað ferli sem alltaf er verið að vinna í, laga og bæta – gera faglegri og gegnsærri. Um er að ræða sjóð sem byrjaði í skúffu hjá ráðherra en er nú miðlæg stofnun.“ Magnús hafi á röngu að standa Gísli Snær segir að sjóðinn vitaskuld ekki hugsaðan þannig að hann sé til að styrkja sjónvarpsstöðvar heldur vel unnin og spennandi handrit til framgangs. „Svo er skoðað hverjir eru að sækja um og þá kemur reynsla og annað til álita; hversu líklegt er að verkefnið verði að veruleika. Endanleg fjármögnun er svo í erlendu fé í flestum tilfellum og þá eru möguleikar á því skoðaðir.“ Forstöðumaðurinn segir að í sumum tilfellum þá liggi ekki fyrir hvar afurðin verði sýnd heldur er verið að þróa verkefnið sem slíkt burtséð frá því. Hann segir jafnframt að bæði Ríkissjónvarpið og Síminn hafi staðið sig vel í að stuðla að innlendu leiknu efni en, eins og áður segir, séu ráðgjafar ekki að skoða beint hvar efnið verður svo tekið til sýninga. Þannig sé rangt sem Magnús haldi fram að sýningarstaður sé ráðandi þegar tekin er ákvörðun um hvaða verkefni eru styrkt. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Vísir greindi frá þessu í gær að Magnús teldi jafnræðis ekki gætt, allir styrkirnir úr Kvikmyndasjóði renni til sjónvarpsverkefna sem til standi að sýna á dagskrá Ríkisútvarpsins. RÚVarar með allt til sín Kvikmyndamiðstöð Íslands veitir árlega styrki úr kvikmyndasjóði, meðal annars fyrir leikið sjónvarpsefni. Fjögur verkefni eru á lista, þrjú þeirra; Vigdís, Danska konan og Ráðherrann 2, hafa fengið vilyrði fyrir 200 milljónum króna í heildina í ár. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir að framleiðslufyrirtæki á þeirra vegum sem sótt hafi um hafi fengið þau svör að það væri ekki meira fjármagn til staðar. Ekki verið að styrkja sjónvarpsstöðvarnar Vísir bar þessa stöðu undir Gísla Snæ Erlingsson en hann er nýtekinn við stöðu forstöðumanns og tekur við þeirri stöðu af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur verið forstöðumaður undanfarna tvo áratugi. Gísli Snær segir það ekki með öllu rétt að hann komi að öllum sjóðum tómum en eftir því sem hann best viti sé vissulega búið að úthluta því sem til er fyrir sjónvarpsverkefnin. Gísli Snær segir styrki til verkefna ekki hugsaða sem styrki til sjónvarpsstöðva.aðsend „Ég var bara að taka við þessu öllu saman, núna 1. apríl. Þetta er lítið heimili en mikil útgjöld. Fámennur vinnustaður en miklir fjármunir sem fara út í styrki og það þarf að halda utan um það, að ekki sé veitt og ekki til fyrir þessu.“ Gísli Snær segir að þau verkefni sem hafa verið að berast inn til Kvikmyndamiðstöðvar séu afar spennandi og góð. „Eins og þetta gengur fyrir sig hér þá er þetta auðvitað ferli sem alltaf er verið að vinna í, laga og bæta – gera faglegri og gegnsærri. Um er að ræða sjóð sem byrjaði í skúffu hjá ráðherra en er nú miðlæg stofnun.“ Magnús hafi á röngu að standa Gísli Snær segir að sjóðinn vitaskuld ekki hugsaðan þannig að hann sé til að styrkja sjónvarpsstöðvar heldur vel unnin og spennandi handrit til framgangs. „Svo er skoðað hverjir eru að sækja um og þá kemur reynsla og annað til álita; hversu líklegt er að verkefnið verði að veruleika. Endanleg fjármögnun er svo í erlendu fé í flestum tilfellum og þá eru möguleikar á því skoðaðir.“ Forstöðumaðurinn segir að í sumum tilfellum þá liggi ekki fyrir hvar afurðin verði sýnd heldur er verið að þróa verkefnið sem slíkt burtséð frá því. Hann segir jafnframt að bæði Ríkissjónvarpið og Síminn hafi staðið sig vel í að stuðla að innlendu leiknu efni en, eins og áður segir, séu ráðgjafar ekki að skoða beint hvar efnið verður svo tekið til sýninga. Þannig sé rangt sem Magnús haldi fram að sýningarstaður sé ráðandi þegar tekin er ákvörðun um hvaða verkefni eru styrkt.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Ráðgjafi vanhæfur vegna fjárhagslegra hagsmuna og fyrrverandi forstöðumaður fær vonda umsögn Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi. 12. apríl 2023 10:14