Hamarinn spyr ekki um stétt, stöðu eða kennitölu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Margrét segir nauðsynlegt að grípa ungmennin sem fyrst, sérstaklega þau sem komi fylgdarlaus. Börn af erlendum uppruna geta átt erfitt með að finna sig í skipulögðu tómstundastarfi og sérstaklega ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Í Hafnarfirði er starfrækt ungmennahús sem spyr ekki um stétt né stöðu, eða kennitölu. Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“ Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“
Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira