Sitja ein í súpunni og þrífa skítinn Apríl Auður Helgudóttir skrifar 18. apríl 2023 09:03 Heiðrún Finnsdóttir og fjölskylda hafa staðið í stórræðum undanfarna daga á heimili sínu í Kópavogi. Heiðrún Finnsdóttir Hjón í Kópavogi þrífa skólp af heimili sínu vopnuð kolagrímum og sitja uppi með milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að úrgangur flæddi inn í hús þeirra. Tryggingafélag hafnar bótaskyldu og fjölskyldan segir engin svör berast frá Kópavogsbæ. Heiðrún Finnsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í fjölbýlishúsi við Lækjasmára sem þau festu kaup á árið 2021. Í lok marsmánaðar varð sonur Heiðrúnar var við að neðri hæðin í húsinu var að fyllast af vatni. Stuttu seinna fer skólp að flæða inn í íbúðina með tilheyrandi óþef og óþrifnaði. „Myglan var komin á innan við sólarhring,“ segir Heiðrún. Fjallað var um málið þegar það kom upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hóteldvölin dýr Heiðrún og fjölskylda hennar dvöldu á hóteli fyrstu dagana eftir tjónið en það var of dýrt til lengri tíma. „Við erum núna fjögur á efri hæðinni á uppblásnum dýnum, það er svo lítið pláss að það má bara ekki skipta um skoðun.“ Nú eru Heiðrún og maðurinn hennar á fullu að þrífa upp eftir skemmdirnar. En það er flókið verk. Þau þurfa að rífa veggi og gólf og sótthreinsa öll svæði. „Við erum búin að ná að þrífa slatta en við erum náttúrulega bara tvö. Við erum með kolagrímur þegar við erum niðri að vinna með þessi sterku efni.“ Hún segir suma veggi hússins úr gifsi. Á einum þeirra hafi mátt sjá ummerki um myglu eftir flóðið. Mygla sem var farin að myndast eftir minna en sólarhring „Mér finnst það skrítnasta við þetta vera að við höfum ekki heyrt í neinum. Það hefur enginn frá bænum haft samband. Ég er ítrekað búin að biðja um upplýsingar og fundi en það hefur enginn orðið við beiðni minni. Það er skítur eftir heilt bæjarfélag í húsinu okkar.“ „Enginn vill taka ábyrgð“ Fjölskyldan er með húseigendatryggingu hjá VÍS sem hefur að sögn Heiðrúnar hafnað bótaskyldu Kópavogsbæjar. Heiðrún vísar til tilkynningar frá VÍS um niðurstöðu málsins. Þar segir að tjónið verði ekki rakið til saknæmrar háttsemi eða mistaka Kópavogsbæjar. Til þess að bótaskylda geti fallið á Kópavogsbæ þurfi Heiðrún að sanna saknæma háttsemi hjá fyrirtækinu. „Þetta er eins og ef að einhver keyrir á þig og þú þarft að sanna að það til þess að fá bætur,“ segir Heiðrún. „Tryggingarfélagið og Kópavogsbær segja að það sé engin bótaskylda á Kópavogsbæ en Það sem ég skil ekki er að það séu ekki einhver neyðarúrræði sem bærinn er með þegar þau klikka svona rosalega.“ Gætu neyðst til að selja og leigja á ný Heiðrún og maðurinn hennar keyptu húsið fyrir minna en tveimur árum en gætu nú þurft að taka út lán á íbúðinni. Ef ekkert gerist gætu þau hjón þurft að selja íbúðina og fara aftur á leigumarkaðinn. „Við fyrstu úttekt sáum við fram á að þetta tjón gæti kostað okkur tíu milljónir en þetta er líklegast að fara að vera meira en það.“ Þau hjón hafa nú leitað til lögfræðings en ferlið gengur hægt fyrir sig. Að sögn Heiðrúnar hefur biðin eftir svörum reynst fjölskyldunni erfið. Það hefur reynst flókið að vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga varðandi fjármögnun á framkvæmdunum. Heiðrún tekur einnig fram að það hefur reynst fjölskyldunni erfitt að búa við þessar aðstæður. „Þetta er heimilið okkar, okkar skjól og nú hefur eitthvað utan að komandi orðið þess valdandi að við sitjum uppi með skemmdir og myglu, alein í súpunni.“ „Við sitjum uppi með þetta“ Heiðrún segir fulltrúa Kópavogsbæjar hafa játað því stuttu eftir uppákomuna að Kópavogsbæ væri um að kenna. Hann hefði svo dregið þá fullyrðingu til baka. „Hann reifst í mér að ég væri að búa þetta til. Bíddu fyrirgefðu, þú stendur hérna og ætlar að rífast í mér um orð sem að þú sagðir á meðan heimilið mitt er í rúst - og þú öskrar á mig?“ Hún vill meina að sami fulltrúi hafi viðurkennt ábyrgð bæjarins í öðru tjónamáli. „Ég heyrði í manni sem lenti í tjóni í nóvember. Hann kærði þetta til tryggingarfélagsins en því var synjað og hann fékk ekkert bætt. Hann lendir sem sagt líka í því að þessi maður segi við hann að tjónið sé á Kópavogsbæ. Ég vona að ég geti bent á að það hefur núna komið fyrir tvisvar. Maðurinn hefur þó dregið þetta til baka nú þegar á hólminn er komið.“ Heiðrún vonar að ferlið sé ekki komið á endastöð og að hún fái svör frá Kópavogsbæ. Eins og staða málsins sé núna þurfi þau hjónin að einbeita sér að þrifunum og halda áfram að krefjast svara. Kópavogur Tryggingar Skólp Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 „Allt sem við áttum fór í þetta“ Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. 31. mars 2023 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Heiðrún Finnsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í fjölbýlishúsi við Lækjasmára sem þau festu kaup á árið 2021. Í lok marsmánaðar varð sonur Heiðrúnar var við að neðri hæðin í húsinu var að fyllast af vatni. Stuttu seinna fer skólp að flæða inn í íbúðina með tilheyrandi óþef og óþrifnaði. „Myglan var komin á innan við sólarhring,“ segir Heiðrún. Fjallað var um málið þegar það kom upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hóteldvölin dýr Heiðrún og fjölskylda hennar dvöldu á hóteli fyrstu dagana eftir tjónið en það var of dýrt til lengri tíma. „Við erum núna fjögur á efri hæðinni á uppblásnum dýnum, það er svo lítið pláss að það má bara ekki skipta um skoðun.“ Nú eru Heiðrún og maðurinn hennar á fullu að þrífa upp eftir skemmdirnar. En það er flókið verk. Þau þurfa að rífa veggi og gólf og sótthreinsa öll svæði. „Við erum búin að ná að þrífa slatta en við erum náttúrulega bara tvö. Við erum með kolagrímur þegar við erum niðri að vinna með þessi sterku efni.“ Hún segir suma veggi hússins úr gifsi. Á einum þeirra hafi mátt sjá ummerki um myglu eftir flóðið. Mygla sem var farin að myndast eftir minna en sólarhring „Mér finnst það skrítnasta við þetta vera að við höfum ekki heyrt í neinum. Það hefur enginn frá bænum haft samband. Ég er ítrekað búin að biðja um upplýsingar og fundi en það hefur enginn orðið við beiðni minni. Það er skítur eftir heilt bæjarfélag í húsinu okkar.“ „Enginn vill taka ábyrgð“ Fjölskyldan er með húseigendatryggingu hjá VÍS sem hefur að sögn Heiðrúnar hafnað bótaskyldu Kópavogsbæjar. Heiðrún vísar til tilkynningar frá VÍS um niðurstöðu málsins. Þar segir að tjónið verði ekki rakið til saknæmrar háttsemi eða mistaka Kópavogsbæjar. Til þess að bótaskylda geti fallið á Kópavogsbæ þurfi Heiðrún að sanna saknæma háttsemi hjá fyrirtækinu. „Þetta er eins og ef að einhver keyrir á þig og þú þarft að sanna að það til þess að fá bætur,“ segir Heiðrún. „Tryggingarfélagið og Kópavogsbær segja að það sé engin bótaskylda á Kópavogsbæ en Það sem ég skil ekki er að það séu ekki einhver neyðarúrræði sem bærinn er með þegar þau klikka svona rosalega.“ Gætu neyðst til að selja og leigja á ný Heiðrún og maðurinn hennar keyptu húsið fyrir minna en tveimur árum en gætu nú þurft að taka út lán á íbúðinni. Ef ekkert gerist gætu þau hjón þurft að selja íbúðina og fara aftur á leigumarkaðinn. „Við fyrstu úttekt sáum við fram á að þetta tjón gæti kostað okkur tíu milljónir en þetta er líklegast að fara að vera meira en það.“ Þau hjón hafa nú leitað til lögfræðings en ferlið gengur hægt fyrir sig. Að sögn Heiðrúnar hefur biðin eftir svörum reynst fjölskyldunni erfið. Það hefur reynst flókið að vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga varðandi fjármögnun á framkvæmdunum. Heiðrún tekur einnig fram að það hefur reynst fjölskyldunni erfitt að búa við þessar aðstæður. „Þetta er heimilið okkar, okkar skjól og nú hefur eitthvað utan að komandi orðið þess valdandi að við sitjum uppi með skemmdir og myglu, alein í súpunni.“ „Við sitjum uppi með þetta“ Heiðrún segir fulltrúa Kópavogsbæjar hafa játað því stuttu eftir uppákomuna að Kópavogsbæ væri um að kenna. Hann hefði svo dregið þá fullyrðingu til baka. „Hann reifst í mér að ég væri að búa þetta til. Bíddu fyrirgefðu, þú stendur hérna og ætlar að rífast í mér um orð sem að þú sagðir á meðan heimilið mitt er í rúst - og þú öskrar á mig?“ Hún vill meina að sami fulltrúi hafi viðurkennt ábyrgð bæjarins í öðru tjónamáli. „Ég heyrði í manni sem lenti í tjóni í nóvember. Hann kærði þetta til tryggingarfélagsins en því var synjað og hann fékk ekkert bætt. Hann lendir sem sagt líka í því að þessi maður segi við hann að tjónið sé á Kópavogsbæ. Ég vona að ég geti bent á að það hefur núna komið fyrir tvisvar. Maðurinn hefur þó dregið þetta til baka nú þegar á hólminn er komið.“ Heiðrún vonar að ferlið sé ekki komið á endastöð og að hún fái svör frá Kópavogsbæ. Eins og staða málsins sé núna þurfi þau hjónin að einbeita sér að þrifunum og halda áfram að krefjast svara.
Kópavogur Tryggingar Skólp Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 „Allt sem við áttum fór í þetta“ Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. 31. mars 2023 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51
„Allt sem við áttum fór í þetta“ Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. 31. mars 2023 21:30