Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2023 22:02 Alma Möller landlæknir kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda um fíknivanda í landinu. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Á dögunum staðfesti heilbrigðisráðuneytið ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni ávísanaleyfi fyrir að hafa skrifað upp á 2,1 kíló af oxykódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Sjá nánar: Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins og bar fyrir sig að hafa verið með sjúkling í svokallaðri skaðaminnkandi meðferð. Í eitt skiptið hafi hann skrifað upp á mikið magn vegna útlandaferðar. „Ég get fullyrt að ég hef ekki séð sambærilegt magn en eins og fram kemur þá var það að mestu leyti í einni ávísun sem var stöðvuð og þá var auðvitað tók steininn úr og var gripið í taumana. Auðvitað er stöðugt verið að fylgjast með lyfjaávísunum lækna og langoftast eiga málin sér eðlilegar skýringar en á hverjum tíma eru alltaf nokkrir læknar til gaumgæfilegrar skoðunar. Úrræði okkar eru að funda og veita tiltal, biðja fólk um að breyta, nú síðan er hægt að áminna og alvarlegustu viðurlögin eru svipting ávísunarréttar eða jafnvel svipting starfsleyfis,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Landlæknir segir að umræddur læknir hafi verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lyfjafræðingur hefur til að mynda sagst ítrekað hafa varað við grunsamlegum uppáskriftum læknisins, fyrst árið 2019. Alma segir embættið hafa veitt manninum tiltal en það hafi ekki dugað til. Viðhaldsmeðferð við fíknisjúkdómi er skaðaminnkandi úrræði þar sem smáum skömmtum af lyfjum er ávísað fast á einstaklinga sem glíma við þungan fíknivanda. Þeir læknar sem eru með sjúklinga í slíkri meðferð telja að þær séu þeim heillavænlegastar með tilliti til öryggis þeirra og lifnaðarhátta. Þeir þurfi þá hvorki að verða sér úti um efnin á svörtum markaði né fremja afbrot til að verða sér úti um þau. Sérfræðingateymi eigi að sinna viðhaldsmeðferðum Alma segist geta sett sig í þau spor að vilja sýna sjúklingum með fíknivanda mannúð og samkennd en það breyti því ekki að ávísanirnar séu ekki í samræmi við bestu þekkingu. „Því það er þannig að notkun morfíns, jafnvel í háum skömmtum, við ópíóðafíkn er ekki byggð á bestu þekkingu og hvað þá þegar verið er að ávísa töflum til að mylja og gefa í æð. Það er ekki í samræmi við viðurkenndar ábendingar um morfínnotkun.“ Viðhaldsmeðferðir þurfi að vera í höndum teymis sérfræðinga á Vogi eða á Landspítala. Réttu lyfin séu buprenorphine og methadone. „Þetta eru lyfin sem á að nota. Aukinheldur þarf að sinna því sem við köllum viðhaldsmeðferðir af teymi með sérþekkingu og það þarf að vera mjög vel skilgreint utanumhald þannig að þessi meðferð á ekki heima hjá einstökum læknum.“ Nauðsynlegt að ráðast í heildstæða stefnumótun Alma kallar eftir heildstæðri stefnumótun stjórnvalda um vímuefnavandann. Það dugi ekki til að gera einstakar breytingar innan málaflokksins heldur þurfi að skoða hann heildstætt. Það hafi portúgölskum stjórnvöldum tekist að gera með góðum árangri. „Og þá að huga að forvörnum, meðferð og samfélagslegu afleiðingum. Það þarf að fara í þessa stefnumótun og byggja undir það sem þegar er en við höfum líka bent á að það kynni að vera gagnlegt að setja reglugerð um þessa viðhaldsmeðferð.“ Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. 14. apríl 2023 22:07 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Á dögunum staðfesti heilbrigðisráðuneytið ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni ávísanaleyfi fyrir að hafa skrifað upp á 2,1 kíló af oxykódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Sjá nánar: Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins og bar fyrir sig að hafa verið með sjúkling í svokallaðri skaðaminnkandi meðferð. Í eitt skiptið hafi hann skrifað upp á mikið magn vegna útlandaferðar. „Ég get fullyrt að ég hef ekki séð sambærilegt magn en eins og fram kemur þá var það að mestu leyti í einni ávísun sem var stöðvuð og þá var auðvitað tók steininn úr og var gripið í taumana. Auðvitað er stöðugt verið að fylgjast með lyfjaávísunum lækna og langoftast eiga málin sér eðlilegar skýringar en á hverjum tíma eru alltaf nokkrir læknar til gaumgæfilegrar skoðunar. Úrræði okkar eru að funda og veita tiltal, biðja fólk um að breyta, nú síðan er hægt að áminna og alvarlegustu viðurlögin eru svipting ávísunarréttar eða jafnvel svipting starfsleyfis,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Landlæknir segir að umræddur læknir hafi verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lyfjafræðingur hefur til að mynda sagst ítrekað hafa varað við grunsamlegum uppáskriftum læknisins, fyrst árið 2019. Alma segir embættið hafa veitt manninum tiltal en það hafi ekki dugað til. Viðhaldsmeðferð við fíknisjúkdómi er skaðaminnkandi úrræði þar sem smáum skömmtum af lyfjum er ávísað fast á einstaklinga sem glíma við þungan fíknivanda. Þeir læknar sem eru með sjúklinga í slíkri meðferð telja að þær séu þeim heillavænlegastar með tilliti til öryggis þeirra og lifnaðarhátta. Þeir þurfi þá hvorki að verða sér úti um efnin á svörtum markaði né fremja afbrot til að verða sér úti um þau. Sérfræðingateymi eigi að sinna viðhaldsmeðferðum Alma segist geta sett sig í þau spor að vilja sýna sjúklingum með fíknivanda mannúð og samkennd en það breyti því ekki að ávísanirnar séu ekki í samræmi við bestu þekkingu. „Því það er þannig að notkun morfíns, jafnvel í háum skömmtum, við ópíóðafíkn er ekki byggð á bestu þekkingu og hvað þá þegar verið er að ávísa töflum til að mylja og gefa í æð. Það er ekki í samræmi við viðurkenndar ábendingar um morfínnotkun.“ Viðhaldsmeðferðir þurfi að vera í höndum teymis sérfræðinga á Vogi eða á Landspítala. Réttu lyfin séu buprenorphine og methadone. „Þetta eru lyfin sem á að nota. Aukinheldur þarf að sinna því sem við köllum viðhaldsmeðferðir af teymi með sérþekkingu og það þarf að vera mjög vel skilgreint utanumhald þannig að þessi meðferð á ekki heima hjá einstökum læknum.“ Nauðsynlegt að ráðast í heildstæða stefnumótun Alma kallar eftir heildstæðri stefnumótun stjórnvalda um vímuefnavandann. Það dugi ekki til að gera einstakar breytingar innan málaflokksins heldur þurfi að skoða hann heildstætt. Það hafi portúgölskum stjórnvöldum tekist að gera með góðum árangri. „Og þá að huga að forvörnum, meðferð og samfélagslegu afleiðingum. Það þarf að fara í þessa stefnumótun og byggja undir það sem þegar er en við höfum líka bent á að það kynni að vera gagnlegt að setja reglugerð um þessa viðhaldsmeðferð.“
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. 14. apríl 2023 22:07 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05
„Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00
Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. 14. apríl 2023 22:07