Fjölsmiðja ungs fólks skorin niður og mötuneyti sameinuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 16:59 Vinnuskóli Árborgar verður minnkaður en félagsmiðstöðvar opnar lengur á móti. Vinnuskóli Árborgar Auðlindin, virkni- og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg verður lögð niður í þeim niðurskurði sem tilkynntur var í dag. Sveitarfélagið sagði 57 manns upp störfum. Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu. Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu.
Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44