„Ég myndi horfa á það hvað er að gerast á bak við skjáinn“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2023 08:46 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, telur það ekki aðalatriði fyrir foreldra að fylgjast með klukkustundum í skjátíma hjá börnum í snjallsímum á degi hverjum, heldur mun frekar hvað börnin eru að gera í símunum. Sjá má viðtal við Hilmar í innslaginu hér að ofan þar sem hann ræðir þetta atriði og nýja stóra erlenda fjárfestingu í verkefni á vegum fyrirtækisins. Sú umræða er bæði gömul og ný, hvort stafræn tækni og snjallsímar séu að ná óeðlilegum heljartökum á ungdómi landsins. Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP, skrifaði á dögunum færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli, en þar gagnrýndi hann harðlega hvernig Íslendingar hafa haldið á málum þegar kemur að því að hleypa snjallsímum svo greiðlega inn í líf barnanna. Hilmar Veigar Pétursson hefur verið forstjóri CCP í nær tvo áratugi.mynd/halldóra ólafs Spurður út í snjalltækjaþróunina hjá ungu fólki segir Hilmar Veigar forstjóri að það skipti máli að gera skýran greinarmun á því þegar krakkarnir eru að leika sér í tölvuleikjum og því þegar þeir liggja á samfélagsmiðlum sem mata þá af efni. Minecraft, sem dæmi, geti verið heilnæm upplifun fyrir börn þar sem unnið er í sameiningu að tilteknu markmiði, en samfélagsmiðlar hafi snúist upp í andhverfu sína. „Leikur í grunninn til er aðferð til að læra. Það er bara aðferð eiginlega allra spendýra til að læra. Þannig að ef krakkarnir eru að leika sér í tölvunni eða símanum, sérstaklega með öðrum, þá myndi ég horfa öðruvísi á það en ef þau eru bara að taka við einhvers konar mötun,“ segir Hilmar. „Þar má horfa á þessa samfélagsmiðla, sem eru að einhverju leyti orðnir andsamfélagsmiðlar. Þetta voru aðferð til að eiga samskipti við fólk, en eru núna orðin aðferð til að neyta efnis. Þar ert þú ekki að taka neinar ákvarðanir, heldur er efnið matað ofan í þig af gervigreind sem hefur lært á þig og veit hvernig á að halda þér í transi við símann. Þú ert hvorki að taka ákvarðanir, né læra mikið, né leika þér með öðrum. Þannig að ég myndi horfa á það hvað er að gerast bak við skjáinn.“ Fjarskipti Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00 Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sú umræða er bæði gömul og ný, hvort stafræn tækni og snjallsímar séu að ná óeðlilegum heljartökum á ungdómi landsins. Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP, skrifaði á dögunum færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli, en þar gagnrýndi hann harðlega hvernig Íslendingar hafa haldið á málum þegar kemur að því að hleypa snjallsímum svo greiðlega inn í líf barnanna. Hilmar Veigar Pétursson hefur verið forstjóri CCP í nær tvo áratugi.mynd/halldóra ólafs Spurður út í snjalltækjaþróunina hjá ungu fólki segir Hilmar Veigar forstjóri að það skipti máli að gera skýran greinarmun á því þegar krakkarnir eru að leika sér í tölvuleikjum og því þegar þeir liggja á samfélagsmiðlum sem mata þá af efni. Minecraft, sem dæmi, geti verið heilnæm upplifun fyrir börn þar sem unnið er í sameiningu að tilteknu markmiði, en samfélagsmiðlar hafi snúist upp í andhverfu sína. „Leikur í grunninn til er aðferð til að læra. Það er bara aðferð eiginlega allra spendýra til að læra. Þannig að ef krakkarnir eru að leika sér í tölvunni eða símanum, sérstaklega með öðrum, þá myndi ég horfa öðruvísi á það en ef þau eru bara að taka við einhvers konar mötun,“ segir Hilmar. „Þar má horfa á þessa samfélagsmiðla, sem eru að einhverju leyti orðnir andsamfélagsmiðlar. Þetta voru aðferð til að eiga samskipti við fólk, en eru núna orðin aðferð til að neyta efnis. Þar ert þú ekki að taka neinar ákvarðanir, heldur er efnið matað ofan í þig af gervigreind sem hefur lært á þig og veit hvernig á að halda þér í transi við símann. Þú ert hvorki að taka ákvarðanir, né læra mikið, né leika þér með öðrum. Þannig að ég myndi horfa á það hvað er að gerast bak við skjáinn.“
Fjarskipti Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00 Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00
Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent