„Ég er bara orðlaus“ Hinrik Wöhler skrifar 19. apríl 2023 21:46 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var langt niðri fyrir eftir eins marks tap sinna manna í Mosfellsbæ í kvöld. Tapið þýðir að Fram er á leið í sumarfrí eftir að hafa tapað í tvígang á móti Aftureldingu í 8-liða úrslitakeppni Olís-deildar karla. „Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
„Ég er bara orðlaus, við sýndum karakter og komum til baka. Við vorum búnir að grafa okkur eigin gröf fyrstu fimmtíu mínúturnar en við komum við afar sterkir til baka, en það skipti ekki máli í dag,“ sagði Einar eftir leikinn í Mosfellsbæ í kvöld. Fram skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu átján mínútum leiksins og sóknarleikurinn framan af leik var tilviljunarkenndur. „Við vorum að brenna alltof mikið af dauðafærum en við vorum að skapa okkur ágætis færi. Við vitum að Afturelding spilar mjög sterka vörn og þetta kom okkur ekkert á óvart. Staðan var 6-2 og þeir voru búnir að skora úr öllum sínum skotum á meðan við vorum að brenna víti og dauðafæri.“ „Munurinn lá eiginlega þar eftir þessar átján mínútur og eiginlega saga okkar leiks. Ég veit ekki hvað við förum með, þrjú eða fjögur víti, og örugglega á annan tug dauðafæra. Það er dýrt í svona leik og sérstaklega þegar þú skorar ekki meira en 23 mörk. Hraðaupphlaup, dauðafæri, færi af línu og vítaköst og fleira í þeim dúr, þetta telur virkilega mikið og sennilega það sem varð okkur að falli í dag.“ Fram breytti um vörn um miðbik síðari hálfleiks og byrjaði leikurinn að snúast Frömurum í hag, en því miður fyrir gestina var það um seinan. „Örugglega mátti breyta því fyrr miðað við hvernig það gekk allavega, en planið var á einhverjum tímapunkti að gera þetta. Hvort við gerðum það nógu snemma er erfitt að segja, ef og hefði. Erfitt að svara þessu. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Framarar eru á leið í sumarfrí og verður Einar við stjórnvölinn hjá karla- og kvennaliði Fram á næsta tímabili. Einar var þokkalega sáttur með tímabilið þrátt fyrir að endalokin voru ekki þau sem hann óskaði sér. „Við erum vonandi reynslunni ríkari og deildarkeppnin var nokkuð góð hjá okkur, að komast meðal efstu fjóra en það hefur ekki gerst í langan tíma. Þetta er bara búinn að vera fínn vetur en auðvitað ætluðum okkur stærri hluti í þessari úrslitakeppni. Við mættum frábæru liði og ég óska þeim góðs gengis í framhaldinu. Við lítum mjög björtum augum á framhaldið þó það sé erfitt að tala um það núna. Við erum búnir að styrkja hópinn og við verðum með þrusulið á næsta ári, það er á hreinu,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 24-23 | Mosfellingar í undanúrslit eftir annan spennutrylli Afturelding er komið í undanúrslit Olís deildar karla í handbolta eftir spennutrylli gegn Fram. Báðir leikir liðanna enduðu með minnsta mun en það er Afturelding sem fer áfram. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 19. apríl 2023 21:15