Leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafa Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:37 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur ákveðið að leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna Vísir/Tryggvi Innheimtustofnun sveitarfélaga mun leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna sem stofnunin innheimti frá nóvember 2018 til desembers 2021. Leiðréttingarnar eru alls 906 og nemur heildarupphæð endurgreiðslna um 70 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir að þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við hafi blasað við að verulegur vafi léki á um lögmæti innheimtuþóknana. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir lögfræðiáliti. Ný stjórn tók þar að auki ákvörðun um að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Stjórnin samþykkti í júní 2022 að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar. Viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga segist strax hafa sett af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. Stofnunin segir að þeirri vinnu sé lokið og að hvert tilvik hafi verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Þá komi þrír möguleikar til greina í framhaldinu: „skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum.“ Tilvikum dánar- og þrotabúa verði einnig hagað með sama hætti. Allir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu munu á næstu dögum fá sent bréf með upplýsingum um næstu skref. „Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt, við munum senda bréf á alla einstaklinga sem munu fá leiðréttingu og þar kemur fram hvernig við ætlum að vinna málið,“ sagði Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, um málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið mikið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að stofnunin var dæmd brotleg fyrir að brjóta jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun. Stjórnsýsla Skattar og tollar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir að þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við hafi blasað við að verulegur vafi léki á um lögmæti innheimtuþóknana. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir lögfræðiáliti. Ný stjórn tók þar að auki ákvörðun um að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Stjórnin samþykkti í júní 2022 að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar. Viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga segist strax hafa sett af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. Stofnunin segir að þeirri vinnu sé lokið og að hvert tilvik hafi verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Þá komi þrír möguleikar til greina í framhaldinu: „skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum.“ Tilvikum dánar- og þrotabúa verði einnig hagað með sama hætti. Allir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu munu á næstu dögum fá sent bréf með upplýsingum um næstu skref. „Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt, við munum senda bréf á alla einstaklinga sem munu fá leiðréttingu og þar kemur fram hvernig við ætlum að vinna málið,“ sagði Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, um málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið mikið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að stofnunin var dæmd brotleg fyrir að brjóta jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun.
Stjórnsýsla Skattar og tollar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16
„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20