Fékk nóg af tilraunastarfsemi og fann fegurðina í þjálfun Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Ólafur Stefánsson finnur sig vel í þjálfuninni. Getty Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður og handboltastjarna, finnur sig vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari Erlangen í Þýskalandi. Hann áttaði sig á því að hann verður ekki verri manneskja við þjálfunina og er kominn með nóg af víðamikilli tilraunastarfsemi síðustu ára. „Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti