Boris Bjarni Akbachev fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2023 00:59 Boris við kennslu hjá íþróttafræðinemendum við Háskólann í Reykjavík árið 2015. Háskólinn í Reykjavík Boris Bjarni Akbachev, goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, er látinn 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Stuðningsmönnum Vals var tilkynnt um andlátið í kvöld og fjölmargir lærisveinar hans í gegnum árin minnast hans á samfélagsmiðlum. Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Þá tók hann við Valsliði sem var þekkt sem Mulningsvélin en lykilmenn voru komnir á aldur. Á þeim tíma tók hann unga og efnilega handboltamenn inn í Valsliðið sem áttu eftir að spila lykilhlutverk í landsliði Íslands síðar meir. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónason og Geir Sveinsson. Boris Bjarni kom aftur til Íslands árið 1989 og þá var dvöl hans öllu lengri, eða allt til dagsins í dag. Hann þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Með þá félaga í brúnni náði karlalandsliðið fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997. Boris hefur búið til frábæra leikmenn, bæði hér á landi og í Rússlandi. Leikmenn á borð við Dag Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru í gegnum skóla Borisar Bjarna og fleiri Valsarar síðar meir auk efnilegra leikmanna hjá félögum á borð við Breiðablik, ÍBV og Hauka. Hann þótti í sérflokki í tækni- og einstaklingsþjálfun. Lét hann hafa eftir sér að stærsta vandamálið á Íslandi á sínum tíma að allir leikmenn væru þjálfaðir eins. Leikmaður sem væri lítill og aumur þyrfti ekki samskonar þjálfun og sá sem væri stór og sterkur. Hann skoðaði leikmenn með tilliti til veikleika þeirra og styrkleika og vann með leikmönnum í þeim þáttum. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Boris Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Valur Andlát Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Þá tók hann við Valsliði sem var þekkt sem Mulningsvélin en lykilmenn voru komnir á aldur. Á þeim tíma tók hann unga og efnilega handboltamenn inn í Valsliðið sem áttu eftir að spila lykilhlutverk í landsliði Íslands síðar meir. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónason og Geir Sveinsson. Boris Bjarni kom aftur til Íslands árið 1989 og þá var dvöl hans öllu lengri, eða allt til dagsins í dag. Hann þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Með þá félaga í brúnni náði karlalandsliðið fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997. Boris hefur búið til frábæra leikmenn, bæði hér á landi og í Rússlandi. Leikmenn á borð við Dag Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru í gegnum skóla Borisar Bjarna og fleiri Valsarar síðar meir auk efnilegra leikmanna hjá félögum á borð við Breiðablik, ÍBV og Hauka. Hann þótti í sérflokki í tækni- og einstaklingsþjálfun. Lét hann hafa eftir sér að stærsta vandamálið á Íslandi á sínum tíma að allir leikmenn væru þjálfaðir eins. Leikmaður sem væri lítill og aumur þyrfti ekki samskonar þjálfun og sá sem væri stór og sterkur. Hann skoðaði leikmenn með tilliti til veikleika þeirra og styrkleika og vann með leikmönnum í þeim þáttum. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Boris Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn.
Valur Andlát Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00
Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57