Hæpið að Tiger Woods nái næsta PGA-móti Hjörvar Ólafsson skrifar 20. apríl 2023 12:22 Tiger Woods haltraði um Augusta völlinn á Masters-mótinu í upphafi þessa mánuðar og var greinilega verkjaður. Vísir/Getty Tiger Woods gekkst í gær undir aðgerð vegna ökklameiðsla sem urðu til þess að hann þurfti að draga sig úr keppni á þriðja hring á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði. Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót. Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót.
Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira