Búast má við lítilsháttar éli á Norðurlandi og stöku skúrum fyrir sunnan þrátt fyrir mun mildara veður.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skýjað með köflum, en stöku skúrir suðvestantil. Bjartviðri um landið norðvestanvert. Hiti 1 til 7 stig yfir daginn, en í kringum frostmark norðaustanlands.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en dálitlar skúrir eða slydduél sunnantil á landinu. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og dálitlar skúrir eða él, en yfirleitt þurrt norðan- og austantil. Hiti áfram svipaður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustan- og austanátt og dálítil él, en lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en vægt frost um landið norðaustanvert.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt og stöku él, en þurrt á Vesturlandi. Áfram svalt í veðri.