„Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 15:30 Kristján Einar Sigurbjörnsson birtir yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir að hafa ekki sagt rétt frá öllum þáttum málsins. Instagram Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. „Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál,“ segir Kristján í yfirlýsingu sem hann birtir á Instagram-síðu sinni í dag. Kristján segir að þegar hann hafi komið aftur til Íslands eftir mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann fundið fyrir gríðarlegri utanaðkomandi pressu að segja hvað hafði gerst. „Ekki síst frá fjölmiðlum,“ segir hann. „Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka.“ Kristján segir að hann hafi þó ekki verið tilbúinn til að segja frá öllu því sem raunverulega gerðist á Spáni. Hann tekur ekki fram hvað það var nákvæmlega sem hann greindi ekki rétt frá. „Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.“ Þá segir Kristján að á þessum tíma hafi hann einfaldlega ekki verið nógu sterkur til að láta dæma sig út frá mistökum sem hann gerði á sínu „veikasta augnabliki.“ Kristján segist í dag vera kominn á betri stað en að hann geri sér grein fyrir því að hann eigi enn nokkuð í land í sínu bataferli. Hann kveðst staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð sinna nánustu. Yfirlýsingu Kristjáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson. Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál,“ segir Kristján í yfirlýsingu sem hann birtir á Instagram-síðu sinni í dag. Kristján segir að þegar hann hafi komið aftur til Íslands eftir mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann fundið fyrir gríðarlegri utanaðkomandi pressu að segja hvað hafði gerst. „Ekki síst frá fjölmiðlum,“ segir hann. „Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka.“ Kristján segir að hann hafi þó ekki verið tilbúinn til að segja frá öllu því sem raunverulega gerðist á Spáni. Hann tekur ekki fram hvað það var nákvæmlega sem hann greindi ekki rétt frá. „Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.“ Þá segir Kristján að á þessum tíma hafi hann einfaldlega ekki verið nógu sterkur til að láta dæma sig út frá mistökum sem hann gerði á sínu „veikasta augnabliki.“ Kristján segist í dag vera kominn á betri stað en að hann geri sér grein fyrir því að hann eigi enn nokkuð í land í sínu bataferli. Hann kveðst staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð sinna nánustu. Yfirlýsingu Kristjáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson.
Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson.
Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira