Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 19:58 Þegar mest hefur látið hafa fjórar þríburafæðingar orðið á einu ári á Íslandi. Myndin er úr safni. Getty Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. „Ég held að það sé nú ekki bara Íslandsmet heldur næstum því heimsmet. Við grínumst mikið með það að það hafi verið heimsmet slegið með þrennum þríburum. Þetta er eins og tölfræðin er alltaf á Íslandi, út af smæðinni þá geta komið upp svolítið spaugileg tilvik eins og þetta,“ sagði Snjólaug í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Fréttastofa fjallaði um fæðingarnar þrjár í gær en frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. Snólaug segir algjöra tilviljun hafa ráðið atvikum. Þríburar séu yfirleitt teknir með keisaraskurði og miðað sé við 34 meðgöngu vegna aukinnar áhættu. Hún segir að nóg hafi verið um að vera á fæðingardeildinni um páskana en allir hafi lagst á eitt. Vel hafi gengið. „Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur sem lendir í þessum aðstæðum en þeir foreldrar sem hafa eignast þríbura segja auðvitað að fyrstu árin séu ein stór móða og vinna. Það þarf mikið skipulag til að annast þrjú ungabörn, heldur betur. “ Eins og fyrr segir veit hún ekki til þess að fleiri þríburar séu á leiðinni: „En þeir eru velkomnir ef svo væri.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Snjólaugu í heild sinni hér að neðan. Barnalán Reykjavík síðdegis Landspítalinn Frjósemi Tengdar fréttir Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Þríburar Ástrósar og Margrétar komnir í heiminn Þær Ástrós Pétursdóttir og Margrét Finney Jónsdóttir eignuðust þríbura þann 12. apríl síðastliðinn. Þríburarnir eru afrakstur einkar vel heppnaðrar tæknifrjóvgunar. 19. apríl 2023 21:53 Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Ég held að það sé nú ekki bara Íslandsmet heldur næstum því heimsmet. Við grínumst mikið með það að það hafi verið heimsmet slegið með þrennum þríburum. Þetta er eins og tölfræðin er alltaf á Íslandi, út af smæðinni þá geta komið upp svolítið spaugileg tilvik eins og þetta,“ sagði Snjólaug í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Fréttastofa fjallaði um fæðingarnar þrjár í gær en frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. Snólaug segir algjöra tilviljun hafa ráðið atvikum. Þríburar séu yfirleitt teknir með keisaraskurði og miðað sé við 34 meðgöngu vegna aukinnar áhættu. Hún segir að nóg hafi verið um að vera á fæðingardeildinni um páskana en allir hafi lagst á eitt. Vel hafi gengið. „Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur sem lendir í þessum aðstæðum en þeir foreldrar sem hafa eignast þríbura segja auðvitað að fyrstu árin séu ein stór móða og vinna. Það þarf mikið skipulag til að annast þrjú ungabörn, heldur betur. “ Eins og fyrr segir veit hún ekki til þess að fleiri þríburar séu á leiðinni: „En þeir eru velkomnir ef svo væri.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Snjólaugu í heild sinni hér að neðan.
Barnalán Reykjavík síðdegis Landspítalinn Frjósemi Tengdar fréttir Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Þríburar Ástrósar og Margrétar komnir í heiminn Þær Ástrós Pétursdóttir og Margrét Finney Jónsdóttir eignuðust þríbura þann 12. apríl síðastliðinn. Þríburarnir eru afrakstur einkar vel heppnaðrar tæknifrjóvgunar. 19. apríl 2023 21:53 Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36
Þríburar Ástrósar og Margrétar komnir í heiminn Þær Ástrós Pétursdóttir og Margrét Finney Jónsdóttir eignuðust þríbura þann 12. apríl síðastliðinn. Þríburarnir eru afrakstur einkar vel heppnaðrar tæknifrjóvgunar. 19. apríl 2023 21:53
Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01