Treystir Vilhjálmi ekki til embættis varaforseta ASÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 13:42 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eru ósammála um hversu góður samningurinn er í raun. Vísir/Samsett Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki treysta Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins (SGS), fyrir embætti varaforseta Alþýðusambandsins. Ákveði félagsmenn Eflingar að segja sig úr SGS standi eftir sjálfstæð aðild félagsins að ASÍ, þvert á fullyrðingar Vilhjálms. Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“ Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira