Snjókoma í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2023 22:45 Veðurfræðingurinn telur að úrkoman verði ekki mikil, en einhver þó. Vísir/Vilhelm Sumarið er ekki komið enn og gert er ráð fyrir einhverri snjókomu víða um land í vikunni. Kalt verður í veðri en veðurfræðingur telur að úrkoman muni ekki valda vandræðum. Á fimmtudag má gera ráð fyrir lítils háttar snjókomu í höfuðborginni og á norðan- og austanverðu landinu. Hiti verður líklega á og yfir frostmarki víðast hvar. Svona lítur spáin út fyrir fimmtudaginn 27. apríl klukkan 15:00.Veðurstofan Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé einfaldlega staðan. „Það er nefnilega alveg séns á því. Næstu vika, tíu daga, verður svalara veður en oft á þessum árstíma. Það eru þessar norðan- og norðaustanáttir. En það er oft merkilegt að síðustu vikuna í apríl og fyrstu tvær í maí þá er stundum eins og það komi – eins og einn veðurfræðingur segir – fimmta árstíðin. Þá leggst oft í norðaustanáttir og er frekar kalt en þá yfirleitt bjart hérna suðvestanlands.“ Í þetta skipti virðast þó líkur vera á úrkomu, snjókomu, í höfuðborginni og víðar. „Ég á ekki von á því að þetta verði mikið eða að þetta muni valda einhverjum vandræðum. Það fer kólnandi hjá okkur þegar það kemur inn í vikuna. Og það er alveg útlit fyrir að það verði um frostmark einhverjar nætur í vikunni.“ Ef litið er á sjálfvirka spá Veðurstofunnar virðist ætla að snjóa hressilega á Vestfjörðum næstu helgi. Lægð gæti valdið töluverðri úrkomu á vestanverðu landinu.Veðurstofan Birta Líf segir að útlit sé fyrir að lægð Norður úr hafi muni valda hvassviðri og úrkomu á Vestfjörðum. Spáin geti þó hæglega breyst í vikunni. „Heilt yfir, þá er útlit fyrir kalda viku og möguleiki á að einhver úrkoma falli sem snjókoma,“ segir Birta Líf að lokum. Veður Tengdar fréttir Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16 Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Á fimmtudag má gera ráð fyrir lítils háttar snjókomu í höfuðborginni og á norðan- og austanverðu landinu. Hiti verður líklega á og yfir frostmarki víðast hvar. Svona lítur spáin út fyrir fimmtudaginn 27. apríl klukkan 15:00.Veðurstofan Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé einfaldlega staðan. „Það er nefnilega alveg séns á því. Næstu vika, tíu daga, verður svalara veður en oft á þessum árstíma. Það eru þessar norðan- og norðaustanáttir. En það er oft merkilegt að síðustu vikuna í apríl og fyrstu tvær í maí þá er stundum eins og það komi – eins og einn veðurfræðingur segir – fimmta árstíðin. Þá leggst oft í norðaustanáttir og er frekar kalt en þá yfirleitt bjart hérna suðvestanlands.“ Í þetta skipti virðast þó líkur vera á úrkomu, snjókomu, í höfuðborginni og víðar. „Ég á ekki von á því að þetta verði mikið eða að þetta muni valda einhverjum vandræðum. Það fer kólnandi hjá okkur þegar það kemur inn í vikuna. Og það er alveg útlit fyrir að það verði um frostmark einhverjar nætur í vikunni.“ Ef litið er á sjálfvirka spá Veðurstofunnar virðist ætla að snjóa hressilega á Vestfjörðum næstu helgi. Lægð gæti valdið töluverðri úrkomu á vestanverðu landinu.Veðurstofan Birta Líf segir að útlit sé fyrir að lægð Norður úr hafi muni valda hvassviðri og úrkomu á Vestfjörðum. Spáin geti þó hæglega breyst í vikunni. „Heilt yfir, þá er útlit fyrir kalda viku og möguleiki á að einhver úrkoma falli sem snjókoma,“ segir Birta Líf að lokum.
Veður Tengdar fréttir Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16 Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ 23. apríl 2023 15:16
Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03