Spurðu Guardiola að því hvernig sé hægt að stoppa Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 15:00 Pep Guardiola fagnar með Erling Haland eftir að sá norski hafði átt enn einn markadaginn. MB Media/Getty Images Manchester City tekur á móti Arsenal í kvöld í óbeinum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Arsenal er með fimm stiga forystu á City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki inni og því með málin í sínum höndum. Norðmenn hafa sérstakan áhuga á leiknum enda norskar stórstjörnur í aðalhlutverki í liðunum tveimur. Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal og Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður Manchester City og ensku úrvalsdeildarinnar. Ödegaard er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 31 deildarleik á leiktíðinni en Haaland er með 32 mörk og 5 stoðsendingar í 28 deildarleik. Haaland er á leiðinni að slá flest met í boði á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það eru margir knattspyrnustjórar því að velta því fyrir sér hvernig sé hægt að stoppa hann. "How would you stop him?" Pep Guardiola gives Mikel Arteta some advice on how to stop Erling Haaland #MCIARS pic.twitter.com/svU30sFywL— The Sun Football (@TheSunFootball) April 25, 2023 Sá sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City en á blaðamannafundi fyrir leikinn fékk Guardiola sérstaka spurningu frá fréttamanni NRK. „Hvernig er hægt að stoppa leikmann eins og Erling Haaland,“ spurði norski fjölmiðlamaðurinn. „Miðað við það sem hann hefur sýnt á sínum ferli, ekki bara hér, þá skil ég það vel að það er mjög erfitt. Ég tel samt sem lið, að þú þarft að reyna þitt besta í að koma í veg fyrir að hann komist í takt við leikinn og fái sem minnst boltann,“ sagði Pep Guardiola. Pep rifjaði upp hvernig það var að mæta Haaland þegar sá norski spilaði með Borussaa Dortmund. „Það reyndum við að vera með boltann í 70-80 prósent leiktímans. Þú verður að reyna að halda boltanum sem mest innan þíns liðs. Leikurinn á móti Arsemal verður leikur uppfullur af hröðum sóknum og tæklingum. Markmið er að spila agressífan leik með maður á mann vörn út um allan völl. Þá er markvörðurinn sá eini sem er laus. Það verður samt erfitt,“ sagði Guardiola. "We're really impressed by how he behaves, how his mood is, and the way he lives his life."Pep Guardiola gives an insight into the character of Erling Haaland pic.twitter.com/OO3OJVofgK— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Arsenal er með fimm stiga forystu á City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki inni og því með málin í sínum höndum. Norðmenn hafa sérstakan áhuga á leiknum enda norskar stórstjörnur í aðalhlutverki í liðunum tveimur. Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal og Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður Manchester City og ensku úrvalsdeildarinnar. Ödegaard er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 31 deildarleik á leiktíðinni en Haaland er með 32 mörk og 5 stoðsendingar í 28 deildarleik. Haaland er á leiðinni að slá flest met í boði á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það eru margir knattspyrnustjórar því að velta því fyrir sér hvernig sé hægt að stoppa hann. "How would you stop him?" Pep Guardiola gives Mikel Arteta some advice on how to stop Erling Haaland #MCIARS pic.twitter.com/svU30sFywL— The Sun Football (@TheSunFootball) April 25, 2023 Sá sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City en á blaðamannafundi fyrir leikinn fékk Guardiola sérstaka spurningu frá fréttamanni NRK. „Hvernig er hægt að stoppa leikmann eins og Erling Haaland,“ spurði norski fjölmiðlamaðurinn. „Miðað við það sem hann hefur sýnt á sínum ferli, ekki bara hér, þá skil ég það vel að það er mjög erfitt. Ég tel samt sem lið, að þú þarft að reyna þitt besta í að koma í veg fyrir að hann komist í takt við leikinn og fái sem minnst boltann,“ sagði Pep Guardiola. Pep rifjaði upp hvernig það var að mæta Haaland þegar sá norski spilaði með Borussaa Dortmund. „Það reyndum við að vera með boltann í 70-80 prósent leiktímans. Þú verður að reyna að halda boltanum sem mest innan þíns liðs. Leikurinn á móti Arsemal verður leikur uppfullur af hröðum sóknum og tæklingum. Markmið er að spila agressífan leik með maður á mann vörn út um allan völl. Þá er markvörðurinn sá eini sem er laus. Það verður samt erfitt,“ sagði Guardiola. "We're really impressed by how he behaves, how his mood is, and the way he lives his life."Pep Guardiola gives an insight into the character of Erling Haaland pic.twitter.com/OO3OJVofgK— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira