Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. apríl 2023 10:48 Stuttmyndin Fár hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Cannes. Instagram Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. Um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims sem haldin verður í 76. sinn. Í gegnum tíðina hafa fimmtán íslenskar myndir keppt á hátíðinni. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Í ár voru ríflega fjögur þúsund stuttmyndir sendar inn en aðeins ellefu voru valdar á hátíðina. Stuttmyndin Fár fjallar um einstakling sem tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Myndin er fimm mínútur að lengd. Gunnur skrifar handrit, leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni. Gunnur útskrifaðist með BA gráðu frá University of Music & Theater í Hamborg og er á öðru ári í leiklistarnámi í Listaháskóla Íslands. Þá fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Veðramót árið 2007. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Gunnur er dóttir Ásdísar Thoroddsen leikstjóra en fyrsta bíómynd Ásdísar, Ingaló, var einmitt frumsýnd á Cannes hátíðinni vorið 1992. Meðal annarra leikara í myndinni eru Jörundur Ragnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson fyrir Norður. Eli Arenson, tökumaður Dýrsins, sér um kvikmyndatöku. Brúsi Ólason og Guðlaugur Andri Eyþórsson sjá um klippingu. Hljóðhönnun er í höndum Björns Viktorssonar og Haraldar Þrastarsonar. Rebekka Ingimundardóttir sér um leikmynd og Hulda Halldóra Tryggavdóttir er búningahönnuður. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31 Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24 Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Um er að ræða eina virtustu kvikmyndahátíð heims sem haldin verður í 76. sinn. Í gegnum tíðina hafa fimmtán íslenskar myndir keppt á hátíðinni. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Í ár voru ríflega fjögur þúsund stuttmyndir sendar inn en aðeins ellefu voru valdar á hátíðina. Stuttmyndin Fár fjallar um einstakling sem tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna. Myndin er fimm mínútur að lengd. Gunnur skrifar handrit, leikstýrir og fer með aðalhlutverk í myndinni. Gunnur útskrifaðist með BA gráðu frá University of Music & Theater í Hamborg og er á öðru ári í leiklistarnámi í Listaháskóla Íslands. Þá fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Veðramót árið 2007. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms) Gunnur er dóttir Ásdísar Thoroddsen leikstjóra en fyrsta bíómynd Ásdísar, Ingaló, var einmitt frumsýnd á Cannes hátíðinni vorið 1992. Meðal annarra leikara í myndinni eru Jörundur Ragnarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Framleiðendur eru Sara Nassim og Rúnar Ingi Einarsson fyrir Norður. Eli Arenson, tökumaður Dýrsins, sér um kvikmyndatöku. Brúsi Ólason og Guðlaugur Andri Eyþórsson sjá um klippingu. Hljóðhönnun er í höndum Björns Viktorssonar og Haraldar Þrastarsonar. Rebekka Ingimundardóttir sér um leikmynd og Hulda Halldóra Tryggavdóttir er búningahönnuður. View this post on Instagram A post shared by gunnur martinsdóttir schlüter (@gunnurms)
Cannes Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31 Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24 Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. 24. maí 2022 14:31
Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29. maí 2022 11:24
Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes Cannes-kvikmyndahátíðinni lauk í dag með afhendingu Gullpálmans. 19. maí 2018 22:41