Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2023 11:28 Á ýmsu hefur gengið í spurningaþættinum Nei hættu nú alveg en sennilega aldrei sem nú þegar Villi naglbítur gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. Tæknimaðurinn Baldur bjargaði málunum með því að skrifa niður það sem hún hafði sagt og láta talgervil flytja orðræðuna. Útkoman er athyglisverð. aðsend Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. Vilhelm, sem gegnir nafninu Villi naglbítur allt síðan hann var rokkstjarna í 200.000 naglbítar, segir að hann sé til þess að gera nýbyrjaður á því að taka upp þættina sjálfa en það hafði Baldur í Skálmöld gert fram þessa. Og ekki vildi betur til en Villi gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. „Ég gleymdi að kveikja á míkrafóninum hennar Önnu Svövu og það var slökkt á honum fyrst fimm mínúturnar,“ segir Villi. Meistarataktar tæknimannsins Voru nú góð ráð dýr. En Baldur tæknimaður, sem gengur frá þáttunum, dó ekki ráðalaus. „Hann skrifaði allt sem hún sagði og lét talgerfil leysa hana af. Útloman er alveg geggjuð,“ segir Villi. Fyrir þá fáu sem ekki þekkja þættina Nei hættu nú alveg þá er uppleggið spurningaþáttur. Fastir gestir þáttanna, liðstjórar, eru Anna Svava Knútsdóttir leikkona með meiru og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Með þeim í liði eru svo tilfallandi gestir. Í þessum þætti voru það þau Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. „Þessi þáttur einkennist af tækniklúðri. Því sem næst 10 mínútur komu ekki inn á bandið. En þetta er mjög gott spjall milli Láru og talgervils Önnu Svövu,“ segir Villi. Þegar Dóri Gylfa ruglaðist á lyfjaglösum Um er að ræða þátt númer 352. Nei hættu nú alveg hóf göngu sína á Rás 2 fyrir 13 árum en fyrir 3 árum varð hann að sjálfstæðu hlaðvarpi. Eins og áður sagði er þetta spurningaþáttur en fyrirkomulagið er að ætíð eru gefnir upp fjórir möguleikar við misundarlegum spurningum sem byggjast gjarnan á því sem flokkast sem einskis nýtur fróðleikur. Og keppendur reyna að klóra sig í átt að réttu svari. Villi segir spurður það vissulega athyglisvert hversu óendanlega gaman Íslendingar hafi að spurningaþáttum. „Magnað. Sennilega því það er svo gaman að heyra einhvern vita svaka mikið og um leið heyra einhvern klikka á því sem maður veit sjálfur. Einhvers konar blanda af þessu tvennu. Ætli það sé ekki heróínið í þessu?“ segir Villi. Hann segir margt furðulegt hafa gerst í fyrri þáttum sem taki þessu þó ekki fram. „Halldór Gylfason leikari ruglaðist á lyfjaglösum og tók svefnlyf áður en hann mætti um daginn.“ Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Vilhelm, sem gegnir nafninu Villi naglbítur allt síðan hann var rokkstjarna í 200.000 naglbítar, segir að hann sé til þess að gera nýbyrjaður á því að taka upp þættina sjálfa en það hafði Baldur í Skálmöld gert fram þessa. Og ekki vildi betur til en Villi gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. „Ég gleymdi að kveikja á míkrafóninum hennar Önnu Svövu og það var slökkt á honum fyrst fimm mínúturnar,“ segir Villi. Meistarataktar tæknimannsins Voru nú góð ráð dýr. En Baldur tæknimaður, sem gengur frá þáttunum, dó ekki ráðalaus. „Hann skrifaði allt sem hún sagði og lét talgerfil leysa hana af. Útloman er alveg geggjuð,“ segir Villi. Fyrir þá fáu sem ekki þekkja þættina Nei hættu nú alveg þá er uppleggið spurningaþáttur. Fastir gestir þáttanna, liðstjórar, eru Anna Svava Knútsdóttir leikkona með meiru og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Með þeim í liði eru svo tilfallandi gestir. Í þessum þætti voru það þau Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. „Þessi þáttur einkennist af tækniklúðri. Því sem næst 10 mínútur komu ekki inn á bandið. En þetta er mjög gott spjall milli Láru og talgervils Önnu Svövu,“ segir Villi. Þegar Dóri Gylfa ruglaðist á lyfjaglösum Um er að ræða þátt númer 352. Nei hættu nú alveg hóf göngu sína á Rás 2 fyrir 13 árum en fyrir 3 árum varð hann að sjálfstæðu hlaðvarpi. Eins og áður sagði er þetta spurningaþáttur en fyrirkomulagið er að ætíð eru gefnir upp fjórir möguleikar við misundarlegum spurningum sem byggjast gjarnan á því sem flokkast sem einskis nýtur fróðleikur. Og keppendur reyna að klóra sig í átt að réttu svari. Villi segir spurður það vissulega athyglisvert hversu óendanlega gaman Íslendingar hafi að spurningaþáttum. „Magnað. Sennilega því það er svo gaman að heyra einhvern vita svaka mikið og um leið heyra einhvern klikka á því sem maður veit sjálfur. Einhvers konar blanda af þessu tvennu. Ætli það sé ekki heróínið í þessu?“ segir Villi. Hann segir margt furðulegt hafa gerst í fyrri þáttum sem taki þessu þó ekki fram. „Halldór Gylfason leikari ruglaðist á lyfjaglösum og tók svefnlyf áður en hann mætti um daginn.“
Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira