Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2023 11:28 Á ýmsu hefur gengið í spurningaþættinum Nei hættu nú alveg en sennilega aldrei sem nú þegar Villi naglbítur gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. Tæknimaðurinn Baldur bjargaði málunum með því að skrifa niður það sem hún hafði sagt og láta talgervil flytja orðræðuna. Útkoman er athyglisverð. aðsend Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. Vilhelm, sem gegnir nafninu Villi naglbítur allt síðan hann var rokkstjarna í 200.000 naglbítar, segir að hann sé til þess að gera nýbyrjaður á því að taka upp þættina sjálfa en það hafði Baldur í Skálmöld gert fram þessa. Og ekki vildi betur til en Villi gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. „Ég gleymdi að kveikja á míkrafóninum hennar Önnu Svövu og það var slökkt á honum fyrst fimm mínúturnar,“ segir Villi. Meistarataktar tæknimannsins Voru nú góð ráð dýr. En Baldur tæknimaður, sem gengur frá þáttunum, dó ekki ráðalaus. „Hann skrifaði allt sem hún sagði og lét talgerfil leysa hana af. Útloman er alveg geggjuð,“ segir Villi. Fyrir þá fáu sem ekki þekkja þættina Nei hættu nú alveg þá er uppleggið spurningaþáttur. Fastir gestir þáttanna, liðstjórar, eru Anna Svava Knútsdóttir leikkona með meiru og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Með þeim í liði eru svo tilfallandi gestir. Í þessum þætti voru það þau Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. „Þessi þáttur einkennist af tækniklúðri. Því sem næst 10 mínútur komu ekki inn á bandið. En þetta er mjög gott spjall milli Láru og talgervils Önnu Svövu,“ segir Villi. Þegar Dóri Gylfa ruglaðist á lyfjaglösum Um er að ræða þátt númer 352. Nei hættu nú alveg hóf göngu sína á Rás 2 fyrir 13 árum en fyrir 3 árum varð hann að sjálfstæðu hlaðvarpi. Eins og áður sagði er þetta spurningaþáttur en fyrirkomulagið er að ætíð eru gefnir upp fjórir möguleikar við misundarlegum spurningum sem byggjast gjarnan á því sem flokkast sem einskis nýtur fróðleikur. Og keppendur reyna að klóra sig í átt að réttu svari. Villi segir spurður það vissulega athyglisvert hversu óendanlega gaman Íslendingar hafi að spurningaþáttum. „Magnað. Sennilega því það er svo gaman að heyra einhvern vita svaka mikið og um leið heyra einhvern klikka á því sem maður veit sjálfur. Einhvers konar blanda af þessu tvennu. Ætli það sé ekki heróínið í þessu?“ segir Villi. Hann segir margt furðulegt hafa gerst í fyrri þáttum sem taki þessu þó ekki fram. „Halldór Gylfason leikari ruglaðist á lyfjaglösum og tók svefnlyf áður en hann mætti um daginn.“ Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Vilhelm, sem gegnir nafninu Villi naglbítur allt síðan hann var rokkstjarna í 200.000 naglbítar, segir að hann sé til þess að gera nýbyrjaður á því að taka upp þættina sjálfa en það hafði Baldur í Skálmöld gert fram þessa. Og ekki vildi betur til en Villi gleymdi að kveikja á hljóðnema Önnu Svövu. „Ég gleymdi að kveikja á míkrafóninum hennar Önnu Svövu og það var slökkt á honum fyrst fimm mínúturnar,“ segir Villi. Meistarataktar tæknimannsins Voru nú góð ráð dýr. En Baldur tæknimaður, sem gengur frá þáttunum, dó ekki ráðalaus. „Hann skrifaði allt sem hún sagði og lét talgerfil leysa hana af. Útloman er alveg geggjuð,“ segir Villi. Fyrir þá fáu sem ekki þekkja þættina Nei hættu nú alveg þá er uppleggið spurningaþáttur. Fastir gestir þáttanna, liðstjórar, eru Anna Svava Knútsdóttir leikkona með meiru og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Með þeim í liði eru svo tilfallandi gestir. Í þessum þætti voru það þau Lára Ómarsdóttir blaðamaður og Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. „Þessi þáttur einkennist af tækniklúðri. Því sem næst 10 mínútur komu ekki inn á bandið. En þetta er mjög gott spjall milli Láru og talgervils Önnu Svövu,“ segir Villi. Þegar Dóri Gylfa ruglaðist á lyfjaglösum Um er að ræða þátt númer 352. Nei hættu nú alveg hóf göngu sína á Rás 2 fyrir 13 árum en fyrir 3 árum varð hann að sjálfstæðu hlaðvarpi. Eins og áður sagði er þetta spurningaþáttur en fyrirkomulagið er að ætíð eru gefnir upp fjórir möguleikar við misundarlegum spurningum sem byggjast gjarnan á því sem flokkast sem einskis nýtur fróðleikur. Og keppendur reyna að klóra sig í átt að réttu svari. Villi segir spurður það vissulega athyglisvert hversu óendanlega gaman Íslendingar hafi að spurningaþáttum. „Magnað. Sennilega því það er svo gaman að heyra einhvern vita svaka mikið og um leið heyra einhvern klikka á því sem maður veit sjálfur. Einhvers konar blanda af þessu tvennu. Ætli það sé ekki heróínið í þessu?“ segir Villi. Hann segir margt furðulegt hafa gerst í fyrri þáttum sem taki þessu þó ekki fram. „Halldór Gylfason leikari ruglaðist á lyfjaglösum og tók svefnlyf áður en hann mætti um daginn.“
Samfélagsmiðlar Grín og gaman Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira