Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2023 11:11 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði starfshópinn sem skilaði tillögunum um að kanna skyldi mögulega sameiningu skólanna. Vísir/Arnar Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Líkt og greint var frá hér á Vísi í gær fóru fram hitafundir í bæði Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund þar sem rætt var um mögulega sameiningu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru starfsmenn beggja skóla ekki sérstaklega ánægðir með hugmyndina. Einnig var greint frá mögulegri sameiningu Tækniskólans og Flensborgarskólans, en sú hugmynd hefur verið mun lengur í deiglunni. Í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að það séu ekki einu mögulegu sameiningarnar. Einnig var lagt til að skoðað yrði aukið samstarf eða mögulega sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og Keilis annars vegar, og Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) hins vegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að sameina skólana á Akureyri, heldur einungis skoða aukið samstarf milli þeirra um fagleg og rekstrarleg málefni. Stýrihópurinn var skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og er markmið hópsins að efla framhaldsskóla á landinu. Var hópnum falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. „Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Framhaldsskólar Akureyri Reykjanesbær Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Líkt og greint var frá hér á Vísi í gær fóru fram hitafundir í bæði Kvennaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund þar sem rætt var um mögulega sameiningu þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru starfsmenn beggja skóla ekki sérstaklega ánægðir með hugmyndina. Einnig var greint frá mögulegri sameiningu Tækniskólans og Flensborgarskólans, en sú hugmynd hefur verið mun lengur í deiglunni. Í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu segir að það séu ekki einu mögulegu sameiningarnar. Einnig var lagt til að skoðað yrði aukið samstarf eða mögulega sameiningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og Keilis annars vegar, og Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) hins vegar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að sameina skólana á Akureyri, heldur einungis skoða aukið samstarf milli þeirra um fagleg og rekstrarleg málefni. Stýrihópurinn var skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og er markmið hópsins að efla framhaldsskóla á landinu. Var hópnum falið að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. „Skólastjórnendur munu vinna með stýrihópnum að gerð skýrslu um kosti og galla þessara sviðsmynda og leggja fyrir mennta- og barnamálaráðherra fyrir lok maí. Í störfum hópsins verður haft samráð við fulltrúa nemenda, kennara og starfsfólk skólanna og aðra hagaðila. Niðurstaða viðræðna mun ekki hafa áhrif á skipulag eða innihald náms á komandi skólaári hjá nemendum og starfsfólki skólanna og heldur ekki hjá þeim nýnemum sem innritast í skólana í vor,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Framhaldsskólar Akureyri Reykjanesbær Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira