„Fjallamennskan er kjarninn í mér“ Feel Iceland 8. júní 2023 08:50 Vilborg Arna Gissurardóttir hefur gengið á hæstu tinda veraldar. „Ég hugsa um heilsuna eins og bankareikning. Ef ég sinni heilsunni ekki vel þá er ekki innistæða fyrir því sem mig langar að gera og þetta á við hvort sem fólk er íþróttafólk eða ekki. Við þurfum að hugsa þetta svona svo okkur líði vel. Vinkona mín talar oft um að „vera í formi fyrir lífið,““ segir útivistar- og afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir. Vilborg Arna er þjóðkunn fyrir afrek sín í útivist, hún hefur gengið á hæstu tinda veraldar og meðal annars staðið á toppi Everest, hæsta fjalls heims. Þá gekk hún ein á Suðurpólinn fyrst íslenskra kvenna og hefur þverað bæði Grænlandsjökul og Vatnajökul svo fátt eitt sé nefnt. Hún stundar fjallahjólreiðar, fjallaklifur og skíðagöngur og varla það sport sem hún hefur ekki snert á. „Ég ekki góð í neinu en fín í mörgu,“ segir hún sposk. Vilborg á ferð um Pakistan „Ég er samt ekki alin upp í útivist en hef alltaf verið náttúrubarn. Ég er ættuð að vestan og var þar á sumrin og hef einnig sterka tengingu við Kirkjubæjarklaustur. Útivistaráhuginn kemur í raun eftir tvítugt og ég fann þá strax að þetta var eitthvað sem ég vildi gera. Ég valdi mér menntun kringum ævintýratengda ferðaþjónustu og verkefni sem ég tek að mér hafa tengingu við útivist á einn eða anna hátt,“ segir Vilborg. Hún æfir oft fjórtán til tuttugu tíma á viku fyrir ferðir og er meðvituð um mikilvægi undirbúnings fyrir krefjandi leiðangra. Hún er þaulvön að vinna undir álagi og segir það ekki síður geta verið andlegt en líkamlegt. Klifur í Slóveníu „Það er til dæmis mikill munur á því að vera ein á ferð eða í hóp þar sem liðsfélagar geta bakkað mann upp. Það tók mig reyndar smá tíma að verða móttækileg fyrir því, ég er svo þrjósk, en þegar ég var að byrja ein í leiðöngrum bjó ég mér til kerfi sem er áþekkt markþjálfun og gekk út á að sjá fyrir mér hvernig ég ætlaði að bregðast við þegar mig langaði til að gefast upp,“ útskýrir Vilborg. „Pólarleiðangrar eru líkamlegt álag dag eftir dag og það þarf að halda gríðarlegum fókus allan tímann. Í háfjallaleiðöngrum er snjóflóða- og hrunhætta og hætta á háfjallaveiki stórir streituvaldar. Á sama tíma er maður „utan þjónustusvæðis“ og því laus við þetta daglega áreiti sem dynur á okkur. Það getur verið hvíld í því en ég verð líkamlega þreytt. Eftir því sem ég eldist finn ég einnig fyrir hve endurheimtin er erfiðari. Fyrir tíu árum gat ég stokkið af stað án þess að hugsa en í dag fæ ég aðstoð þjálfara og passa vel upp á svefninn, teygjur og liðleika og fer í gufu til að halda vöðvunum mjúkum. Ég finn gríðarlegan mun ef ég slugsa í mataræðinu eða hugsa ekki nógu vel um mig,“ segir hún. Fyrir þremur árum kom að því að Vilborg sleit krossband í hné og fór í kjölfarið að skoða bætiefni til að flýta fyrir bata. „Það er ekki gott að slíta krossband þegar fæturnir eru atvinnutæki. Ég þurfti í tvær aðgerðir og batinn var hægur til að byrja með. Ég fór að taka Joint Rewind kollagen frá Feel Iceland til að styrkja og byggja mig upp. Í kjölfarið gat ég farið á Grænlandsjökul og í leiðangur til Pakistan og hef notað kollagenið þeirra í öllu uppbyggingarferlinu. Ég fór einnig að nota klassíska kollagen duftið frá Feel Iceland, ein skeið inniheldur nefnilega 10 grömm af próteini og fyrir þá sem æfa mikið er gott að geta skellt 30 grömmum inn í fæðuna aukalega. Svo er fylgdi einstaklega ánægjuleg aukaverkun að ég er miklu betri í húðinni eftir að ég fór að nota vörurnar frá þeim,“ segir Vilborg enda fylgir útivistinni ekki síður álag á húðina, stærsta líffæri líkamans. „Ég set duftið út í kaffið eða bara út á morgunmatinn. Ég borða hafragraut og múslí í morgunmat og ef ég hef verið á langri æfingu seinni partinn set ég kollagenið í drykk eftir æfingu. Undirbúningstímabilið er skemmtilegt, það er gaman að byggja sig upp í eitthvað ákveðið og pæla í bætiefnum, hvað virkar og hvað ekki og það leiðir af sér að maður kynnist líkamanum vel.“ Hólmfríður Vala Svavarsdóttir kennir skíðagöngunámskeið með Vilborgu. Slakarðu aldrei á? „Jú ég ligg alveg stundum uppi í sófa,“ segir Vilborg hlæjandi. „Það fer líka mikill tími í skrifstofuhlutann við leiðangrana, fólk áttar sig ekki á hvað ég eyði miklum tíma fyrir framan tölvuna þegar ég er að undirbúa ferð. Ég þarf gott skipulag og ef ég hef ekki tékklista yfir allt sem á þarf að gera yfir daginn fer allt í vitleysu. Ég þarf líka oft að minna sjálfa mig á af hverju ég er að gera hlutina svo ég fari ekki bara í súkkulaðikexið, ég er bæði óþolinmóð og hvatvís og finnst hlutirnir oft ganga allt of hægt,“ segir Vilborg. Hún þrífist vel þegar mikið er að gera. „Við erum mikil íþróttafjölskylda, maðurinn minn er klifrari og líka í leiðöngrum. Við vinnum bæði í ferðaþjónustutengdum viðburðum og það fylgir líka mikið skipulag í kringum samsetta fjölskyldu eins og okkar en það er gaman að hafa mikið að gera þegar álagið er jákvætt. Ef það fer hins vegar yfir línuna er það ekki eins skemmtilegt. Það upplifa allir streitu á einhverjum tímapunktum í lífinu,“ segir Vilborg. Mikilvægt sé að láta streituna ekki vinda upp á sig. „Það getur verið erfitt að viðurkenna það ef álagið er orðið yfirþyrmandi en ef það gerist ég reyni að greina hvaðan streitan kemur. Ef það er persónulegt þá tala ég við sálfræðing, ef það er vinnutengt reyni ég að spegla mig í einhverjum sem ég treysti í vinnunni. Stundum er nauðsynlegt að dreifa álaginu. Ég þarf samt að hafa áskoranir í lífinu og að þær séu breytilegar. Fjallamennskan er stór hluti af lífi mínu og kjarninn í mér, hvaða önnur verkefni sem koma inn á borð hjá mér, það er best að hafa þetta allt í bland,“ segir Vilborg. Undanfarið hefur hún til dæmis stýrt gönguskíðanámskeiðum ásamt Hólmfríði Völu Svavarsdóttur og framundan eru fleiri spennandi samstarfsverkefni þeirra tveggja. Vala og Vilborg á Grænlandsjökli „Vala kemur inn með sérþekkinguna sem skíðakennari og ég legg til sérþekkingu á svæðunum þar sem við skíðum. Við Vala verðum með fleiri verkefni meðal annars tvær 7 daga ferðir um Slóveníu í haust. Annars vegar fjallahjólaferð sem þverar landið og hins vegar ferð sem er bland af fjöllum, hjólum, via ferrata og öðru stuði. Þetta er ferð fyrir alla sem hafa áhuga á að hreyfa sig. Svona ferðir snúast um að vera úti að leika sér, borða góðan mat saman, fara í gufu og njóta í skemmtilegum félagsskap. Maður verður líkamlega þreyttur en andlega endurnærður,“ segir Vilborg Arna. Skíðagöngunámskeið í Slóveníu Heilsa Fjallamennska Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira
Vilborg Arna er þjóðkunn fyrir afrek sín í útivist, hún hefur gengið á hæstu tinda veraldar og meðal annars staðið á toppi Everest, hæsta fjalls heims. Þá gekk hún ein á Suðurpólinn fyrst íslenskra kvenna og hefur þverað bæði Grænlandsjökul og Vatnajökul svo fátt eitt sé nefnt. Hún stundar fjallahjólreiðar, fjallaklifur og skíðagöngur og varla það sport sem hún hefur ekki snert á. „Ég ekki góð í neinu en fín í mörgu,“ segir hún sposk. Vilborg á ferð um Pakistan „Ég er samt ekki alin upp í útivist en hef alltaf verið náttúrubarn. Ég er ættuð að vestan og var þar á sumrin og hef einnig sterka tengingu við Kirkjubæjarklaustur. Útivistaráhuginn kemur í raun eftir tvítugt og ég fann þá strax að þetta var eitthvað sem ég vildi gera. Ég valdi mér menntun kringum ævintýratengda ferðaþjónustu og verkefni sem ég tek að mér hafa tengingu við útivist á einn eða anna hátt,“ segir Vilborg. Hún æfir oft fjórtán til tuttugu tíma á viku fyrir ferðir og er meðvituð um mikilvægi undirbúnings fyrir krefjandi leiðangra. Hún er þaulvön að vinna undir álagi og segir það ekki síður geta verið andlegt en líkamlegt. Klifur í Slóveníu „Það er til dæmis mikill munur á því að vera ein á ferð eða í hóp þar sem liðsfélagar geta bakkað mann upp. Það tók mig reyndar smá tíma að verða móttækileg fyrir því, ég er svo þrjósk, en þegar ég var að byrja ein í leiðöngrum bjó ég mér til kerfi sem er áþekkt markþjálfun og gekk út á að sjá fyrir mér hvernig ég ætlaði að bregðast við þegar mig langaði til að gefast upp,“ útskýrir Vilborg. „Pólarleiðangrar eru líkamlegt álag dag eftir dag og það þarf að halda gríðarlegum fókus allan tímann. Í háfjallaleiðöngrum er snjóflóða- og hrunhætta og hætta á háfjallaveiki stórir streituvaldar. Á sama tíma er maður „utan þjónustusvæðis“ og því laus við þetta daglega áreiti sem dynur á okkur. Það getur verið hvíld í því en ég verð líkamlega þreytt. Eftir því sem ég eldist finn ég einnig fyrir hve endurheimtin er erfiðari. Fyrir tíu árum gat ég stokkið af stað án þess að hugsa en í dag fæ ég aðstoð þjálfara og passa vel upp á svefninn, teygjur og liðleika og fer í gufu til að halda vöðvunum mjúkum. Ég finn gríðarlegan mun ef ég slugsa í mataræðinu eða hugsa ekki nógu vel um mig,“ segir hún. Fyrir þremur árum kom að því að Vilborg sleit krossband í hné og fór í kjölfarið að skoða bætiefni til að flýta fyrir bata. „Það er ekki gott að slíta krossband þegar fæturnir eru atvinnutæki. Ég þurfti í tvær aðgerðir og batinn var hægur til að byrja með. Ég fór að taka Joint Rewind kollagen frá Feel Iceland til að styrkja og byggja mig upp. Í kjölfarið gat ég farið á Grænlandsjökul og í leiðangur til Pakistan og hef notað kollagenið þeirra í öllu uppbyggingarferlinu. Ég fór einnig að nota klassíska kollagen duftið frá Feel Iceland, ein skeið inniheldur nefnilega 10 grömm af próteini og fyrir þá sem æfa mikið er gott að geta skellt 30 grömmum inn í fæðuna aukalega. Svo er fylgdi einstaklega ánægjuleg aukaverkun að ég er miklu betri í húðinni eftir að ég fór að nota vörurnar frá þeim,“ segir Vilborg enda fylgir útivistinni ekki síður álag á húðina, stærsta líffæri líkamans. „Ég set duftið út í kaffið eða bara út á morgunmatinn. Ég borða hafragraut og múslí í morgunmat og ef ég hef verið á langri æfingu seinni partinn set ég kollagenið í drykk eftir æfingu. Undirbúningstímabilið er skemmtilegt, það er gaman að byggja sig upp í eitthvað ákveðið og pæla í bætiefnum, hvað virkar og hvað ekki og það leiðir af sér að maður kynnist líkamanum vel.“ Hólmfríður Vala Svavarsdóttir kennir skíðagöngunámskeið með Vilborgu. Slakarðu aldrei á? „Jú ég ligg alveg stundum uppi í sófa,“ segir Vilborg hlæjandi. „Það fer líka mikill tími í skrifstofuhlutann við leiðangrana, fólk áttar sig ekki á hvað ég eyði miklum tíma fyrir framan tölvuna þegar ég er að undirbúa ferð. Ég þarf gott skipulag og ef ég hef ekki tékklista yfir allt sem á þarf að gera yfir daginn fer allt í vitleysu. Ég þarf líka oft að minna sjálfa mig á af hverju ég er að gera hlutina svo ég fari ekki bara í súkkulaðikexið, ég er bæði óþolinmóð og hvatvís og finnst hlutirnir oft ganga allt of hægt,“ segir Vilborg. Hún þrífist vel þegar mikið er að gera. „Við erum mikil íþróttafjölskylda, maðurinn minn er klifrari og líka í leiðöngrum. Við vinnum bæði í ferðaþjónustutengdum viðburðum og það fylgir líka mikið skipulag í kringum samsetta fjölskyldu eins og okkar en það er gaman að hafa mikið að gera þegar álagið er jákvætt. Ef það fer hins vegar yfir línuna er það ekki eins skemmtilegt. Það upplifa allir streitu á einhverjum tímapunktum í lífinu,“ segir Vilborg. Mikilvægt sé að láta streituna ekki vinda upp á sig. „Það getur verið erfitt að viðurkenna það ef álagið er orðið yfirþyrmandi en ef það gerist ég reyni að greina hvaðan streitan kemur. Ef það er persónulegt þá tala ég við sálfræðing, ef það er vinnutengt reyni ég að spegla mig í einhverjum sem ég treysti í vinnunni. Stundum er nauðsynlegt að dreifa álaginu. Ég þarf samt að hafa áskoranir í lífinu og að þær séu breytilegar. Fjallamennskan er stór hluti af lífi mínu og kjarninn í mér, hvaða önnur verkefni sem koma inn á borð hjá mér, það er best að hafa þetta allt í bland,“ segir Vilborg. Undanfarið hefur hún til dæmis stýrt gönguskíðanámskeiðum ásamt Hólmfríði Völu Svavarsdóttur og framundan eru fleiri spennandi samstarfsverkefni þeirra tveggja. Vala og Vilborg á Grænlandsjökli „Vala kemur inn með sérþekkinguna sem skíðakennari og ég legg til sérþekkingu á svæðunum þar sem við skíðum. Við Vala verðum með fleiri verkefni meðal annars tvær 7 daga ferðir um Slóveníu í haust. Annars vegar fjallahjólaferð sem þverar landið og hins vegar ferð sem er bland af fjöllum, hjólum, via ferrata og öðru stuði. Þetta er ferð fyrir alla sem hafa áhuga á að hreyfa sig. Svona ferðir snúast um að vera úti að leika sér, borða góðan mat saman, fara í gufu og njóta í skemmtilegum félagsskap. Maður verður líkamlega þreyttur en andlega endurnærður,“ segir Vilborg Arna. Skíðagöngunámskeið í Slóveníu
Heilsa Fjallamennska Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Sjá meira