Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Kristianstad í dag, en Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum en hún kom inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.
Hlín fékk gullið tækifæri til að koma heimakonum í Kristianstad í forystu snemma leiks þegar liðið fékk vítaspyrnu, en Hlín misnotaði spyrnuna og staðan var því enn 0-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Alice Nilsson kom heimakonum þó í forystu snemma í síðari hálfleik og það reyndist eina mark leiksins. Niðurstaðan því 1-0 sigur Kristianstad sem nú situr í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir fimm leiki, fimm stigum meira en Linköping sem situr í sjötta sæti.
Þá lék Diljá Ýr Zomers síðasta hálftíman er Norrköping mátti þola 1-0 tap á útivelli gegn Häcken. Þetta var fyrsta tap Norrköping á tímabilinu og liðið situr nú í fjórða sæti með tíu stig.