Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2023 21:25 Stokka þarf upp í fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar. Vísir/Vilhelm Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Í frettatilkynningu um málið segir að fjármagnsgjöld vegi þyngst í hallarekstri sveitarfélagsins en þau hafi verið 991 milljón króna umfram áætlun, sem rekja megi til hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. „Árið einkenndist af ört hækkandi verðbólgu sem leiddi til aukins rekstrarkostnaðar og aukins kostnaðar vegna verðbóta af langtímalánum. Kostnaður vegna verðbóta nam 2.086,9 millj.kr. eða 847,4 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Samþykktu aðgerðaráætlun Í ljósi stöðu sveitarfélagsins hefur bæjarstjórn Árborgar unnið með ráðgjöfum KPMG að fjárhagslegum markmiðum og stefnu næstu ára í þeim tilgangi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hefur auk þess gert samkomulag við Innviðaráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit sem gildir til apríl 2025. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og sveitarfélagsins, sem fengið hefur nafnið „Brú til betri vegar“ sem lögð var fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi í dag. „Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið sameiginlega að því að greina fjármál og rekstur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja, með aðstoð ytri ráðgjafa. Mikil vinna hefur þegar farið fram og áhersla hefur verið lögð á að tryggja sameiginlegan skilning á stöðunni sem og samstöðu kjörinna fulltrúa og stjórnenda um markmið og nauðsynlegar aðgerðir. Íbúar hafa verið upplýstir um stöðuna, fengið tækifæri til að tjá sín sjónarmið og leggja fram tillögur til úrbóta,“ segir í tilkynningu. Þurfa að leita allra leiða Aðgerðaráætlun var samþykkt og er í formi lifandi skjals sem stjórnendur sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar munu fylgjast reglulega með og gera viðeigandi breytingar eftir því sem verkefninu vindur fram. „Þar sem enn ríkir talsverð óvissa, í efnahagsumhverfinu og starfsemi sveitarfélagsinser því ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að auka tekjur og lækka útgjöld. Þar þarf að horfa til frekari forgangsröðun fjárfestinga, hagræðingar í rekstri og nýtingu þeirra tekjustofna sem sveitarfélaginu er heimilt að nota,“ segir í lok tilkynningar. Árborg Efnahagsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Í frettatilkynningu um málið segir að fjármagnsgjöld vegi þyngst í hallarekstri sveitarfélagsins en þau hafi verið 991 milljón króna umfram áætlun, sem rekja megi til hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. „Árið einkenndist af ört hækkandi verðbólgu sem leiddi til aukins rekstrarkostnaðar og aukins kostnaðar vegna verðbóta af langtímalánum. Kostnaður vegna verðbóta nam 2.086,9 millj.kr. eða 847,4 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Samþykktu aðgerðaráætlun Í ljósi stöðu sveitarfélagsins hefur bæjarstjórn Árborgar unnið með ráðgjöfum KPMG að fjárhagslegum markmiðum og stefnu næstu ára í þeim tilgangi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hefur auk þess gert samkomulag við Innviðaráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit sem gildir til apríl 2025. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og sveitarfélagsins, sem fengið hefur nafnið „Brú til betri vegar“ sem lögð var fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi í dag. „Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið sameiginlega að því að greina fjármál og rekstur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja, með aðstoð ytri ráðgjafa. Mikil vinna hefur þegar farið fram og áhersla hefur verið lögð á að tryggja sameiginlegan skilning á stöðunni sem og samstöðu kjörinna fulltrúa og stjórnenda um markmið og nauðsynlegar aðgerðir. Íbúar hafa verið upplýstir um stöðuna, fengið tækifæri til að tjá sín sjónarmið og leggja fram tillögur til úrbóta,“ segir í tilkynningu. Þurfa að leita allra leiða Aðgerðaráætlun var samþykkt og er í formi lifandi skjals sem stjórnendur sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar munu fylgjast reglulega með og gera viðeigandi breytingar eftir því sem verkefninu vindur fram. „Þar sem enn ríkir talsverð óvissa, í efnahagsumhverfinu og starfsemi sveitarfélagsinser því ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að auka tekjur og lækka útgjöld. Þar þarf að horfa til frekari forgangsröðun fjárfestinga, hagræðingar í rekstri og nýtingu þeirra tekjustofna sem sveitarfélaginu er heimilt að nota,“ segir í lok tilkynningar.
Árborg Efnahagsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira