Mikill áhugi hjá sunnlenskum bændum um aukna kornrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2023 21:04 Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, sem var með mjög flott og fróðlegt erindi á fundinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill áhugi er á meðan sunnlenskra bænda um að stórefla kornrækt á svæðinu og stofna sameiginlega kornsamlag og kornvinnslu. Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent