Hefur ekki rætt við þjálfarann sinn um hvort hann taki við íslenska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2023 08:00 Janus Daði Smárason er leikmaður Kolstadþar sem hann leikur undir stjórn Christian Berge. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason var nokkuð sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í handbolta er liðið vann öruggan sigur gegn Ísrael í undankeppni EM síðastliðinn fimmtudag. Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands Landslið karla í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands
Landslið karla í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira