Handbolti

Lærisveinar Alfreðs enduðu EHF-bikarinn á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans unnu góðan sigur í dag.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans unnu góðan sigur í dag. Martin Rose/Getty Images

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu góðan eins marks sigur er liðið mætti Spánverjum í lokaleik EHF-bikarsins í handbolta í dag, 32-31.

Þeir þýsku voru mun sterkari framan af leik og voru komnir með fjögurra marka forskot þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður. Þjóðverjar keyrðu svo yfir Spánverja undir lok fyrri hálfleiksins og og leiddu með níu mörkum að honum loknum, staðan 20-11.

Spánverjar söxuðu þó jafnt og þétt á forskot Þjóðverja í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk í þrígang. Aldrei tókst þeim þó að komast nær en það, nema þegar liðið skoraði seinasta mark leiksins og minnkaði muninn niður í eitt mark, 32-31. Það urðu lokatölur leiksins og Þjóðverjar enda því keppni í EHF-bikarnum á sigri.

Þýskaland og Spánn enda bæði með tvö stig í sex leikjum í EHF-bikarnum í þriðja og fjórða sæti. Danir tryggðu sér hins vegar sigur á mótinu með tíu stig, líkt og Svíar, en Danir með betri innbyrðis stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×