Meðal annars lá fyrir tillaga um að leikið yrði í aðeins einni deild í kvennahandboltanum. Þá lá önnur tillaga fyrir þar sem lagt var til að fjölga liðum í Olís-deild kvenna úr átta í tíu. Sú hugmynd um að fjölga liðum úr átta í tíu féll ekkki í kramið hjá fundargestum, en meirihluti samþykkti þó eina deild í meistaraflokki kvenna.
Hins vegar þarf 2/3 hluta til að fá lagabreytingu í gegn og þar sem tillagan var ekki samþykkt með nægilega afgerandi hætti var hún felld.
Þá lágu einnig fyrir tvær tillögur um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla. Önnur tillagan snéri að því að fella niður undanúrslit milli liða í Grill66-deild karla komst ekki í gegnum niðurskurðinn og sömu sögu er að segja um tillögu um að eitt lið falli beint úr Olís-deild karla og liðið í næst neðsta sæti leiki umspilsleiki við næst efsta lið Grill66-deildarinnar.
Vonandi á ég ekki skyldmenni á Ársþingi HSÍ.
— Arnar Daði (@arnardadi) April 30, 2023
Tillaga HSÍ að breyta umspilinu í Grill66 með því að sleppa semi finals var felld. Að 11.sætið í Olís fari í umspilið náði heldur ekki í gegn.
Ok.
Þannig félögin finnst bara allt í lagi að lið í fall sæti í Grill getur farið upp.😂 https://t.co/sZq3vsxIrI