Bráðavandi blasi við heimilum landsins Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 10:14 Kröfugangan endar á Ingólfstorgi þar sem haldin verða ávörp. Þar fór einnig dagskrá fram árið 2019 þegar þessi mynd var tekin. Friðrik Þór Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. Gangan hefst klukkan 13:00 og endar á Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Sonja Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins halda ræður. Kristján segir í samtali við fréttastofu að lögð verði mest áhersla á núverandi stöðu í landinu. Hann segir bráðavanda blasa við heimilum landsins. „Fólk er að upplifa náttúrulega mikla aukningu í útgjöldum hjá sér vegna hárrar verðbólgu og í rauninni sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir bráðavanda blasa við heimilum landsins.Vísir/Vilhelm Þá bendir Kristján að á komandi vetri verði farið í kjaraviðræður. Rýna þurfi í stöðuna og ná fram breytingum svo fólk nái endum saman. Það þurfi að vera fyrirsjáanlegur tími framundan með lágri verðbólgu og lægri vöxtum. „Þetta eru þessi stærstu atriði sem blasa við og þar mun auðvitað skipta gríðarlegu máli hvað stjórnvöld munu gera í tengslum við þetta samtal okkar og kjarasamninga framundan. Munu þau koma inn í þetta samtal með okkur og taka þátt því í að komast á betri stað? Það er kannski það sem brennur mest á okkur í dag.“ Nóg um að vera Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi bjóða verkalýðsfélög fólki í kaffi og með því. Til að mynda býður BSRB fólk velkomið í Grettisgötu 89 eftir fundinn, Efling í Valsheimilinu og VR í anddyri Laugardalshallarinnar. Hitað verður upp fyrir kröfugönguna með skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Klambratúni. Jónsi í Svörtum fötum stýrir dagskránni sem hefst klukkan 11:30. Hlaupaleiðin er einn og hálfur kílómetri, þáttaka er ókeypis og fá allir þáttakendur verðlaunapening. Þá verður Sirkus Íslands á svæðinu og hljómsveitin Celebs ætlar að taka lagið. Einnig er dagskrá í tilefni dagsins víðar á landinu. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið og klukkan 14:00 er lagt af stað í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá verður í Hofi að lokinni kröfugöngu. Þar verða haldnar ræður og boðið upp á kaffiveitingar. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mætir svo og syngur. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 sem hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram. Haldnar verða ræður og mun Benedikt Búálfur syngja og skemmta börnunum. Auk þess mun Valgeir Guðjónsson koma fram. Á Akranesi mun kvennakórinn Ymur syngja, haldin verður hátíðarræða og svo verður fjöldasöngur. Að lokum verður boðið upp á kaffiveitingar. Í Fjallabyggð verður boðið upp á dagskrá milli 14:30 og 17:00 í sal að Eyrargötu 24b á Siglufirði. Þar mun 1. maí nefnd stéttarfélaganna flytja ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Gangan hefst klukkan 13:00 og endar á Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Sonja Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins halda ræður. Kristján segir í samtali við fréttastofu að lögð verði mest áhersla á núverandi stöðu í landinu. Hann segir bráðavanda blasa við heimilum landsins. „Fólk er að upplifa náttúrulega mikla aukningu í útgjöldum hjá sér vegna hárrar verðbólgu og í rauninni sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir bráðavanda blasa við heimilum landsins.Vísir/Vilhelm Þá bendir Kristján að á komandi vetri verði farið í kjaraviðræður. Rýna þurfi í stöðuna og ná fram breytingum svo fólk nái endum saman. Það þurfi að vera fyrirsjáanlegur tími framundan með lágri verðbólgu og lægri vöxtum. „Þetta eru þessi stærstu atriði sem blasa við og þar mun auðvitað skipta gríðarlegu máli hvað stjórnvöld munu gera í tengslum við þetta samtal okkar og kjarasamninga framundan. Munu þau koma inn í þetta samtal með okkur og taka þátt því í að komast á betri stað? Það er kannski það sem brennur mest á okkur í dag.“ Nóg um að vera Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi bjóða verkalýðsfélög fólki í kaffi og með því. Til að mynda býður BSRB fólk velkomið í Grettisgötu 89 eftir fundinn, Efling í Valsheimilinu og VR í anddyri Laugardalshallarinnar. Hitað verður upp fyrir kröfugönguna með skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Klambratúni. Jónsi í Svörtum fötum stýrir dagskránni sem hefst klukkan 11:30. Hlaupaleiðin er einn og hálfur kílómetri, þáttaka er ókeypis og fá allir þáttakendur verðlaunapening. Þá verður Sirkus Íslands á svæðinu og hljómsveitin Celebs ætlar að taka lagið. Einnig er dagskrá í tilefni dagsins víðar á landinu. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið og klukkan 14:00 er lagt af stað í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá verður í Hofi að lokinni kröfugöngu. Þar verða haldnar ræður og boðið upp á kaffiveitingar. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mætir svo og syngur. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 sem hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram. Haldnar verða ræður og mun Benedikt Búálfur syngja og skemmta börnunum. Auk þess mun Valgeir Guðjónsson koma fram. Á Akranesi mun kvennakórinn Ymur syngja, haldin verður hátíðarræða og svo verður fjöldasöngur. Að lokum verður boðið upp á kaffiveitingar. Í Fjallabyggð verður boðið upp á dagskrá milli 14:30 og 17:00 í sal að Eyrargötu 24b á Siglufirði. Þar mun 1. maí nefnd stéttarfélaganna flytja ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira