Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2023 00:46 Valda minnist Sofiu systur sinnar í hjartnæmri færslu á Facebook í kvöld. Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri í liðinni viku vegna þess. Þeir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru hálfbræður á þrítugsaldri samvkæmt heimildum fréttastofu. Valda Nicola, eldri systir Sofiu heitinnar, segir í færslu á Facebook óásættanlega tilfinningu sitja eftir í hjarta fjölskyldunnar að vita að Sofia sé látin. „Á fimmtudaginn fáum við þær fréttir að þú sért farin. Við vitum ekki hvað gerðist en við treystum lögreglunni að finna út úr því,“ segir Valda í færslunni og er full af þakklæti fyrir hverja mínútu sem þær systur áttu saman. Systurnar á góðri stundu saman í ræktinni. „Þú varst manneskjan sem þekkti innihaldslýsinguna í öllu sem þú borðaðir, í öllu snyrtidóti og hverjum safa sem þú drakkst því þú hugsaðir svo mikið um heilbrigðan lífstíl og mataræði. Það var eins og þú værir að undirbúa þig til að lifa þangað til þú yrðir 200 ára.“ Vísir náði ekki sambandi við Völdu við vinnslu fréttarinnar. Valda segir í stuttu samtali við DV að í umræðunni hafi heyrst að systir hennar væri fíkill eða eitthvað þess háttar. Það sé fjarri sannleikanum. „Þú ert eina manneskjan sem ég þekki í lífi mínu sem aldrei neytti áfengis, aldrei reykti eða gerði neitt af þessum slæmu hlutum. Sú sem alltaf vildir hjálpa ef þú gast, ég held ég hafi aldrei heyrt þig öskra af reiði, þú varst alltaf svo ljúf og hjartahlý,“ segir Valda. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi í dag kom fram að rannsóknin sé umfangsmikil og á viðkvæmu stigi. Henni miði vel áfram en litlar upplýsingar sé hægt að veita að svo stöddu. Lögreglumál Árborg Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54 Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46 Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri í liðinni viku vegna þess. Þeir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru hálfbræður á þrítugsaldri samvkæmt heimildum fréttastofu. Valda Nicola, eldri systir Sofiu heitinnar, segir í færslu á Facebook óásættanlega tilfinningu sitja eftir í hjarta fjölskyldunnar að vita að Sofia sé látin. „Á fimmtudaginn fáum við þær fréttir að þú sért farin. Við vitum ekki hvað gerðist en við treystum lögreglunni að finna út úr því,“ segir Valda í færslunni og er full af þakklæti fyrir hverja mínútu sem þær systur áttu saman. Systurnar á góðri stundu saman í ræktinni. „Þú varst manneskjan sem þekkti innihaldslýsinguna í öllu sem þú borðaðir, í öllu snyrtidóti og hverjum safa sem þú drakkst því þú hugsaðir svo mikið um heilbrigðan lífstíl og mataræði. Það var eins og þú værir að undirbúa þig til að lifa þangað til þú yrðir 200 ára.“ Vísir náði ekki sambandi við Völdu við vinnslu fréttarinnar. Valda segir í stuttu samtali við DV að í umræðunni hafi heyrst að systir hennar væri fíkill eða eitthvað þess háttar. Það sé fjarri sannleikanum. „Þú ert eina manneskjan sem ég þekki í lífi mínu sem aldrei neytti áfengis, aldrei reykti eða gerði neitt af þessum slæmu hlutum. Sú sem alltaf vildir hjálpa ef þú gast, ég held ég hafi aldrei heyrt þig öskra af reiði, þú varst alltaf svo ljúf og hjartahlý,“ segir Valda. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi í dag kom fram að rannsóknin sé umfangsmikil og á viðkvæmu stigi. Henni miði vel áfram en litlar upplýsingar sé hægt að veita að svo stöddu.
Lögreglumál Árborg Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54 Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46 Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54
Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31