Þuríður Arna lést þann 20. mars, tvítug að aldri, eftir að hafa glímt við heilaæxli frá því að hún var aðeins tveggja ára gömul.
Móðir Þuríðar Örnu, Áslaug Ósk Hinriksdóttir, segir á Twitter að talan 20 hafi verið hennar uppáhalds tala og því hafi verið táknrænt að fyrra mark Fylkis í gær hafi verið skorað af leikmanni númer 20, Sunnevu Helgadóttur.
Takk @FylkirFC fyrir að minnast Þuríðar Örnu minnar á tuttugustu mín Táknrænt að fyrsta mark Fylkis var skora af leikmanni nr.20 Uppáhalds talan hennar pic.twitter.com/CCqafEfGx3
— Slaugan (@Slaugan1) May 2, 2023
Samkvæmt frétt Fótbolta.net var Þuríðar Örnu svo minnst á 20. mínútu leiksins, og stöðvaði dómarinn Jovan Subic leikinn svo að leikmenn gætu tekið þátt í því með áhorfendum að klappa til minningar um hana.
Skömmu síðar komst Fylkir í 2-0 með marki Guðrúnar Karitasar Sigurðardóttur, en í seinni hálfleik jafnaði Afturelding metin. Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í þessum fyrsta leik sumarsins hjá liðunum sem nú spila bæði í Lengjudeild eftir að Afturelding féll úr Bestu deildinni í fyrra en Fylkir lék þar síðast 2021.