Segir Arnór bestan í Svíþjóð en liðsfélagi þykist ekki þurfa að passa sig Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 12:30 Arnór Sigurðsson þykir í hópi allra bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar. Getty/Alex Nicodim Nahir Besara, fyrirliði Hammarby, segir að hægri bakvörður liðsins þurfi að hafa góðar gætur á Arnóri Sigurðssyni í leiknum við Norrköping á morgun, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hægri bakvörðurinn segist ekkert vera að spá í Arnóri. Arnór kom sem stormsveipur inn í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, eftir að hafa losnað frá Venezia á Ítalíu. Hann er enn samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu en komst að láni frá félaginu eftir að innrásin í Úkraínu hófst og hefur ekki snúið þangað aftur. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen lýsti Arnóri sem besta leikmanni sænsku deildarinnar eftir síðustu leiktíð og miðað við orð Besara er hann nokkuð sammála því. Arnór geti gert hlutina upp á eigin spýtur „Fyrir mér þá er Arnór kannski besti leikmaður deildarinnar. Hann er með hæfileikana til að gera hlutina algjörlega upp á eigin spýtur. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, þann sem spilar sem hægri bakvörður, að fylgjast sérstaklega vel með honum. Við verðum að halda aftur af honum. Hann er virkilega frábær leikmaður og við verðum að gera okkar besta,“ sagði Besara. Simon Strand hefur verið hægri bakvörður Hammarby í leikjunum fimm hingað til á tímabilinu. Fotbollskanalen spurði hann hvað hann þyrfti að hafa í huga gegn Arnóri en Strand vildi sem minnst gera úr því að glíman við Arnór yrði eitthvað óvenjuleg. Strand: "Jag har inte så bra koll på Sigurdsson".https://t.co/vcb96hNlSO pic.twitter.com/MUKDaDkIgh— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) May 3, 2023 „Ég veit ekki. Ég spái ekki mikið í það hverjum ég mæti. Liðsheildin þarf að virka til að allt fari vel. Ég hugsa ekki um einhvern sérstakan leikmann sem ég mæti. Þetta er samvinna. En þetta er alveg góður leikmaður og við verðum að stoppa hann saman, sem og allt Norrköping-liðið,“ sagði Strand við Fotbollskanalen. Spurður frekar út í Arnór og hvort hann væri sammála Besara um að Skagamaðurinn væri bestur í deildinni svaraði Strand: „Nei, ég veit það ekki. Ég fylgist ekki svo mikið með honum,“ og hann vildi svo engu svara um það í hverju Arnór væri góður. Sænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Arnór kom sem stormsveipur inn í sænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, eftir að hafa losnað frá Venezia á Ítalíu. Hann er enn samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu en komst að láni frá félaginu eftir að innrásin í Úkraínu hófst og hefur ekki snúið þangað aftur. Sænski fótboltamiðillinn Fotbollskanalen lýsti Arnóri sem besta leikmanni sænsku deildarinnar eftir síðustu leiktíð og miðað við orð Besara er hann nokkuð sammála því. Arnór geti gert hlutina upp á eigin spýtur „Fyrir mér þá er Arnór kannski besti leikmaður deildarinnar. Hann er með hæfileikana til að gera hlutina algjörlega upp á eigin spýtur. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur, þann sem spilar sem hægri bakvörður, að fylgjast sérstaklega vel með honum. Við verðum að halda aftur af honum. Hann er virkilega frábær leikmaður og við verðum að gera okkar besta,“ sagði Besara. Simon Strand hefur verið hægri bakvörður Hammarby í leikjunum fimm hingað til á tímabilinu. Fotbollskanalen spurði hann hvað hann þyrfti að hafa í huga gegn Arnóri en Strand vildi sem minnst gera úr því að glíman við Arnór yrði eitthvað óvenjuleg. Strand: "Jag har inte så bra koll på Sigurdsson".https://t.co/vcb96hNlSO pic.twitter.com/MUKDaDkIgh— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) May 3, 2023 „Ég veit ekki. Ég spái ekki mikið í það hverjum ég mæti. Liðsheildin þarf að virka til að allt fari vel. Ég hugsa ekki um einhvern sérstakan leikmann sem ég mæti. Þetta er samvinna. En þetta er alveg góður leikmaður og við verðum að stoppa hann saman, sem og allt Norrköping-liðið,“ sagði Strand við Fotbollskanalen. Spurður frekar út í Arnór og hvort hann væri sammála Besara um að Skagamaðurinn væri bestur í deildinni svaraði Strand: „Nei, ég veit það ekki. Ég fylgist ekki svo mikið með honum,“ og hann vildi svo engu svara um það í hverju Arnór væri góður.
Sænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira