Stóri Sam mættur til að bjarga Leeds: „Tvær sekúndur að segja já“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 10:09 Sam Allardyce er orðinn knattspyrnustjóri Leeds. lufc.co.uk Enska knattspyrnufélagið Leeds tilkynnti í dag að Javi Gracia hefði verið rekinn, eftir að hafa aðeins stýrt liðinu í tólf leikjum, og að „Stóri Sam“ Allardyce hefði verið ráðinn í hans stað. Allardyce mun stýra Leeds í þeim fjórum leikjum sem liðið á eftir á tímabilinu og ekkert má út af bregða svo að liðið haldi sér uppi í deildinni. Leeds er í 17. sæti eftir aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum og hangir fyrir ofan Nottingham Forest á markatölu auk þess að vera bara stigi fyrir ofan Everton. Allardyce þekkir það vel að taka við liði þegar tímabil er í gangi og aldrei hafa þau lið, alls fimm talsins, endað neðar en þau voru þegar Allardyce tók við. 5 - Sam Allardyce has taken over at a Premier League club during a season on five previous occasions, with all five teams either improving or maintaining their league position come the end of the campaign. Fireman. pic.twitter.com/mldKVSzaJN— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2023 Fyrsti leikurinn undir stjórn Allardyce er gegn Manchester City á útivelli á laugardaginn en Leeds á svo eftir heimaleik við Newcastle, útileik við West Ham og heimaleik við Tottenham. Allardyce verður með Karl Robinson, fyrrverandi stjóra MK Dons, Charlton og Oxford United, sér til aðstoðar. Í samtali við Talksport sagði hann það hafa tekið sig „tvær sekúndur að segja já“ við starfinu. „Ég var í sjokki. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Ég hélt að það myndi engin vinna bjóðast. Ég hefði alveg verið til í meiri tíma en við höfum fjóra leiki og vonandi tekst mér að halda þessu stórkostlega félagi í úrvalsdeildinni,“ sagði Allardyce. Victor Orta var rekinn úr starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Leeds en hann var ósammála stjórn félagsins um Gracia. Spánverjinn Gracia hafði verið ráðinn eftir að Jesse Marsch var rekinn í febrúar, innan við ári eftir að hafa verið ráðinn í stað Marcelo Bielsa. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Allardyce mun stýra Leeds í þeim fjórum leikjum sem liðið á eftir á tímabilinu og ekkert má út af bregða svo að liðið haldi sér uppi í deildinni. Leeds er í 17. sæti eftir aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum og hangir fyrir ofan Nottingham Forest á markatölu auk þess að vera bara stigi fyrir ofan Everton. Allardyce þekkir það vel að taka við liði þegar tímabil er í gangi og aldrei hafa þau lið, alls fimm talsins, endað neðar en þau voru þegar Allardyce tók við. 5 - Sam Allardyce has taken over at a Premier League club during a season on five previous occasions, with all five teams either improving or maintaining their league position come the end of the campaign. Fireman. pic.twitter.com/mldKVSzaJN— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2023 Fyrsti leikurinn undir stjórn Allardyce er gegn Manchester City á útivelli á laugardaginn en Leeds á svo eftir heimaleik við Newcastle, útileik við West Ham og heimaleik við Tottenham. Allardyce verður með Karl Robinson, fyrrverandi stjóra MK Dons, Charlton og Oxford United, sér til aðstoðar. Í samtali við Talksport sagði hann það hafa tekið sig „tvær sekúndur að segja já“ við starfinu. „Ég var í sjokki. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Ég hélt að það myndi engin vinna bjóðast. Ég hefði alveg verið til í meiri tíma en við höfum fjóra leiki og vonandi tekst mér að halda þessu stórkostlega félagi í úrvalsdeildinni,“ sagði Allardyce. Victor Orta var rekinn úr starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Leeds en hann var ósammála stjórn félagsins um Gracia. Spánverjinn Gracia hafði verið ráðinn eftir að Jesse Marsch var rekinn í febrúar, innan við ári eftir að hafa verið ráðinn í stað Marcelo Bielsa.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira