Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2023 12:30 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“ Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“
Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent