„Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi“ Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 16:00 Frnak Lampard og Thiago Silva hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Sjötta tap Chelsea í röð undir stjórn Frank Lampard kom í gærkvöldi gegn Arsenal. Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas. Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Sjá meira
Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas.
Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn