Bílastæði verða fjarlægð við Sólfarið og varnargarður breikkaður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 16:26 Sólfarið hefur verið sérstaklega vinsæll áningarstaður ferðamanna undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bílastæði við Sólfarið fá að fjúka, sjóvarnargarður verður lagfærður og gróður verður meira áberandi, samkvæmt nýju deiliskipulagi við Norðurströnd, strandsvæðið milli Hörpu og Laugarness. Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti að afgreiða tillöguna í auglýsingu á fundi sínum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Tillagan verður formlega auglýst á næstunni. Íbúum gefst tækifæri til að koma með ábendingar á auglýsingatíma. Í tilkynningunni segir að með tillögunni sé verið að festa í sessi núverandi stíga, listaverk og áningarstaði við strandlengjuna og tryggja að útsýni og sjónlínur frá svæðinu út sundin og til fjalla haldist óskert. Norðurströnd Reykjavíkur er mikilvægt útivistarsvæði og samgönguæð fyrir sjálfbæra ferðamáta að sögn borgaryfirvalda.Reykjavíkurborg Áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut Segir þar að samkvæmt tillögunni verði heimilt að koma fyrir listskreytingum sem falla vel að umhverfinu. Þá verði gert ráð fyrir því að sjóvarnargarðurinn verði breikkaður út í sjó þar sem þess er þörf með sambærilegum hætti og þegar hefur verið gert við Eiðsgranda og Ánanaust. Samkvæmt tillögunni verða bílastæði við Sólfarið lögð niður ásamt því að staðsettur verður áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut, og hjólastígur sveigður í kringum hann. Það er meðal annars til þess að bæta öryggi á þessum fjölfarna stað. Þá er gert ráð fyrir að gróður verði meira áberandi á svæðinu. Gróðursvæðið verði byggt upp með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi og stuðlað að fjölbreyttri gróðurþekju tegunda sem þrífast við sjávarsíðuna. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Umhverfis-og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti að afgreiða tillöguna í auglýsingu á fundi sínum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar. Tillagan verður formlega auglýst á næstunni. Íbúum gefst tækifæri til að koma með ábendingar á auglýsingatíma. Í tilkynningunni segir að með tillögunni sé verið að festa í sessi núverandi stíga, listaverk og áningarstaði við strandlengjuna og tryggja að útsýni og sjónlínur frá svæðinu út sundin og til fjalla haldist óskert. Norðurströnd Reykjavíkur er mikilvægt útivistarsvæði og samgönguæð fyrir sjálfbæra ferðamáta að sögn borgaryfirvalda.Reykjavíkurborg Áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut Segir þar að samkvæmt tillögunni verði heimilt að koma fyrir listskreytingum sem falla vel að umhverfinu. Þá verði gert ráð fyrir því að sjóvarnargarðurinn verði breikkaður út í sjó þar sem þess er þörf með sambærilegum hætti og þegar hefur verið gert við Eiðsgranda og Ánanaust. Samkvæmt tillögunni verða bílastæði við Sólfarið lögð niður ásamt því að staðsettur verður áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut, og hjólastígur sveigður í kringum hann. Það er meðal annars til þess að bæta öryggi á þessum fjölfarna stað. Þá er gert ráð fyrir að gróður verði meira áberandi á svæðinu. Gróðursvæðið verði byggt upp með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi og stuðlað að fjölbreyttri gróðurþekju tegunda sem þrífast við sjávarsíðuna.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira