Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Mennirnir tveir höfðu báðir kært úrskurðinn til Landsréttar. En þeir munu sitja í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi.
„Áfram er unnið að rannsókn málsins í góðu samstarfi við önnur lögregluembætti og stofnanir,“ segir í tilkynningunni.
Neytti ekki vímuefna
Konan sem lést hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var 28 ára gömul. Eldri systir hennar, Valda Nicola, hefur tjáð sig um andlátið á Facebook. Segir hún meðal annars að Sofia hafi aldrei neytt áfengis, reykt eða neitt í þeim dúr.
„Á fimmtudaginn fáum við þær fréttir að þú sért farin. Við vitum ekki hvað gerðist en við treystum lögreglunni að finna út úr því,“ sagði Valda.