Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 14:50 Sigmar Vilhjálmsson segir að um samfélagslega tilraun verði að ræða. Vísir/Vilhelm Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. Simmi kynnti áform sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter nú síðdegis. „Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%),“ skrifar athafnamaðurinn á miðlinum. „Ég hef legið undir ámæli fyrir það að vera svo mikill talsmaður bílsins og hef iðullega aðeins fett fingur út í þröngsýnt fólk sem heldur því fram að það sé bara hægt að komast af á hjóli,“ segir Simmi í samtali við Vísi. Yo Haters! Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%). Ætla að lifa hjólreiðalífstíl, Mosó - Skútuvogur í vinnuna. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn á stígunum? Mörg svör fást í þessari áskorun.— Simmi Vil (@simmivil) May 4, 2023 Snýst um að skipuleggja daginn „Verandi einstæður faðir að þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið skemmtileg prufa. Svo sjáum við til hversu lengi hún endist.“ Hann segist enn vera að leita sér að hjóli í verkefnið. Simmi býr dýpst í Mosfellsbænum, í Leirvogstungu og vinnur í Skútuvoginum þar sem Mínigarðurinn hefur aðsetur. „Yngsti drengurinn er kominn með bílpróf þannig að það verður ekki vesenið, heldur er þetta meira spurning um að breyta innkaupunum, panta á netinu, skipuleggja daginn betur í bakpokann og hvernig maður verður klæddur í vinnuna þann daginn.“ Ætlar að taka út reiðhjólastígana Simmi segist vera spenntur fyrir áskoruninni og segist ætla að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með. Hann er einmitt þekktur fyrir líflegar færslur á þeim miðli. „Ég mun taka út reiðhjólastígana og sjá hvort það sé réttlætanleg notkun á þessum stígum miðað við framkvæmdakostnaðinn á þeim. Það er mikil samfélagsrýni í þessu fólgin, fyrir utan það að mér veitir ekkert af þessari hreyfingu heldur.“ Tók húsið af sölu „Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með augastað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni.“ Hugmyndin hafi verið að kaupa annað hús og gera það upp. „En svo fór það og þá er þetta bara svona. Þannig jú, þetta er löng vegalengd. Ég er sveitamaður, úr sveit og bý í sveit,“ segir Simmi léttur í bragði. Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Simmi kynnti áform sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter nú síðdegis. „Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%),“ skrifar athafnamaðurinn á miðlinum. „Ég hef legið undir ámæli fyrir það að vera svo mikill talsmaður bílsins og hef iðullega aðeins fett fingur út í þröngsýnt fólk sem heldur því fram að það sé bara hægt að komast af á hjóli,“ segir Simmi í samtali við Vísi. Yo Haters! Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%). Ætla að lifa hjólreiðalífstíl, Mosó - Skútuvogur í vinnuna. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn á stígunum? Mörg svör fást í þessari áskorun.— Simmi Vil (@simmivil) May 4, 2023 Snýst um að skipuleggja daginn „Verandi einstæður faðir að þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið skemmtileg prufa. Svo sjáum við til hversu lengi hún endist.“ Hann segist enn vera að leita sér að hjóli í verkefnið. Simmi býr dýpst í Mosfellsbænum, í Leirvogstungu og vinnur í Skútuvoginum þar sem Mínigarðurinn hefur aðsetur. „Yngsti drengurinn er kominn með bílpróf þannig að það verður ekki vesenið, heldur er þetta meira spurning um að breyta innkaupunum, panta á netinu, skipuleggja daginn betur í bakpokann og hvernig maður verður klæddur í vinnuna þann daginn.“ Ætlar að taka út reiðhjólastígana Simmi segist vera spenntur fyrir áskoruninni og segist ætla að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með. Hann er einmitt þekktur fyrir líflegar færslur á þeim miðli. „Ég mun taka út reiðhjólastígana og sjá hvort það sé réttlætanleg notkun á þessum stígum miðað við framkvæmdakostnaðinn á þeim. Það er mikil samfélagsrýni í þessu fólgin, fyrir utan það að mér veitir ekkert af þessari hreyfingu heldur.“ Tók húsið af sölu „Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með augastað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni.“ Hugmyndin hafi verið að kaupa annað hús og gera það upp. „En svo fór það og þá er þetta bara svona. Þannig jú, þetta er löng vegalengd. Ég er sveitamaður, úr sveit og bý í sveit,“ segir Simmi léttur í bragði.
Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp