„Það vilja allir spila fyrir Manchester United“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 17:45 Erik Ten Hag verður á hliðarlínunni þegar Manchester United verður í heimsókn hjá Brighton í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé algjört lykilatriði í enduruppbyggingu félagsins að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Manchester United á mikilvægan leik í ensku deildinni gegn Brighton í kvöld. Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“ Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Manchester United er í ágætum málum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir nokkurn óstöðugleika á síðustu vikum. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Liverpool en hafa leikið færri leiki. Fjögur efstu lið úrvalsdeildarinnar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var í viðtali hjá Sky Sports fyrir leik liðsins gegn Brighton í kvöld. Þar fór Ten Hag yfir mikilvægi þess að ná sæti í deild hinna bestu á næsta ári. „Allir stærstu leikmennirnir vilja spila í Meistaradeildinni. Manchester United er stórt félag. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég tekið eftir að það vilja allir spila fyrir Manchester United.“ „Nú lítur út fyrir að við náum sæti í Meistaradeildinni og þá er ennþá meiri áhugi. Það vita allir að Meistaradeildin og enska úrvalsdeildin eru í hæsta klassa. Að ná sæti í Meistaradeildinni er mikilvægt.“ Undir stjórn Ten Hag hefur United bætt sig á milli ára en á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti deildarinnar. Hann segir Meistaradeildarsæti afar mikilvægt í enduruppbyggingu félagsins. „Leikmennirnir mæta bestu leikmönnum heims og liðið fær betri leikjaniðurröðun í deildinni. Það er líka mikilvægt. Leikmennirnir vita að þeir vilja spila í Meistaradeildinni, þeir vilja vera í toppbaráttu í úrvalsdeildinni. Við berjumst fyrir öllum stöðum, á vellinum berjumst við fyrir hverjum metra og í hverju návígi því það er það sem fótbolti snýst um.“ Segir önnur félög vera komin lengra Brighton er eina gestaliðið sem sótt hefur sigur á Old Trafford í vetur, í fyrsta leik tímabilsins í ágúst. United náði að hefna fyrir það tap þegar liðið lagði Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. „Það er langt síðan það gerðist. Þú vilt auðvitað ekki lenda í þessu í byrjun á vegferð en það getur gerst, það er eðlilegt að lið sé ekki hundrað prósent tilbúið í byrjun. Ég myndi segja að það væri slæmt ef við værum að spila verr núna en fyrir tíu mánuðum síðan. Við höfum bætt okkur mikið, við erum á réttri leið.“ „Við höfum séð að við erum á réttri leið en það er langur vegur framundan. Sum lið hafa verið í uppbyggingu í þrjú, fjögur eða fimm ár og eru komin lengra en við. Það er það sem við sjáum í augnablikinu ef við berum okkur saman við önnur stór félög.“
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira