Flensburg lagði Íslendingaliðið og er með í titilbaráttunni Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 18:48 Elvar Örn Jónsson er kominn aftur í hópinn eftir veikindi. Vísir/vilhelm Lið Flensburg er enn með í toppbaráttunni í þýska handboltanum en liðið vann sigur á Íslendingaliðinu Melsungen í kvöld. Þá vann Bergischer sigur á Leipzig í öðrum Íslendingaslag. Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Flensburg var fyrir leikinn í dag í fjórða sæti deildarinnar en gat jafnað Fusche Berlin að stigum í þriðja sætinu og komið sér fyrir tveimur stigum fyrir aftan Kiel og Magdeburg sem eru með jafn mörg stig í efsta sætinu. Melsungen var hins vegar um miðja deild. Flensburg tók yfirhöndina snemma í dag. Þeir komust í 10-3 strax eftir tæplega fimmtán mínútna leik en Melsungen beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn fyrir hálfleikspásuna en þá var staðan 14-12 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikurinn þróaðist á svipaðan hátt. Flensburg bætti jafnt og þétt við forskotið og komst sjö mörkum yfir þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var of mikill munur fyrir Melsungen að brúa, Flensburg gjörsamlega keyrði yfir Melsungen á lokamínútunum og vann að lokum tólf marka sigur, 37-25. Arnar Freyr Arnarsson verst hér gegn Ómari Inga Magnússyni í leik Melsungen og Magdeburg. Arnar Freyr skoraði tvö mörk fyrir Melsungen í kvöld. Elvar Örn Jónsson var markahæstur hjá Melsungen í kvöld með sex mörk og Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Flensburg í dag. Bergischer tók á móti lærisveinum Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli sínum. Bergischer hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, komst mest átta mörkum yfir en leiddi 19-13 í hálfleik. Þeir héldu forystunni eftir hlé. Leipzig tókst að minnka muninn í 25-23 þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir en gekk illa að koma sér nær. Bergischer svaraði með tveimur mörkum í röð og vann að lokum 32-28 sigur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í leiknum. Frederecia í góðum málum Lið Frederecia steig stórt skref í átt að undanúrslitum í dönsku deildinni þegar liðið vann góðan 34-27 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson var í leikmannahópi Frederecia í kvöld sem er í öðru sæti síns riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Frederecia er með þriggja stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg en tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Einar Þorsteinn komst ekki á blað hjá Frederecia í kvöld en gaf tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum ásamt liði Skjern og lið GOG, sem leikur þessa stundina gegn Skanderborg, getur sömuleiðis tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira