Hélt hún væri með lágþrýsting en fékk heilablóðfall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 19:29 Sigga Kling er í fullu fjöri! Vísir/Vilhelm Sigga Kling, spákona og skemmtikraftur með meiru, er ekki dauð! Hún mætti í Bakaríið á Bylgjunni í dag til að kveða niður flökkusögur um ótímabært fráfall sitt en hið sanna í málinu er að hún fékk á dögunum heilablóðfall í kjölfar blóðtappa. Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið! Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið!
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp