Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 11:00 Mason Greenwood, leikmaður Manchester United Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. Greint er frá vendingunum í breskum miðlum í morgun en Greenwood hefur hvorki æft né spilað fyrir Manchester United eftir að hann var handtekinn snemma árs 2022. Allar ákærur á hendur Greenwood, sem sneru meðal annars að meintri tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburðum, voru felldar niður í febrúar fyrr á þessu ári. Eftir að það varð ljóst setti Manchester United af stað rannsókn hjá sér innanhúss á málinu og að á meðan hún væri í gangi yrðu næstu skref er varðar leikmanninn ekki tekin. Samkvæmt breskum miðlum hafa forráðamenn Juventus sett sig í samband við fulltrúa Greenwood og viðrað þann möguleika að gera langtíma lánssamning við Manchester United og leikmanninn. Núgildandi samningur Greenwood við Manchester Untied gildir til sumarsins 2025. Goal hefur það eftir heimildarmönnum sínum, sem þekkja vel til Greenwood, að leikmaðurinn sjái sæng sína hjá Manchester United, hann búist ekki við því að spila aftur fyrir félagið. Auk Juventus er A.C. Milan einnig sagt hafa augastað á leikmanninum. Greenwood ólst upp í akademíu Manchester Untied og í júlí árið 2019 var hann tekinn inn í aðallið félagsins í fyrsta sinn. Hann á nú að baki 129 leiki fyrir aðalliðið, hefur skorað 35 mörk í þeim leikjum og gefið 12 stoðsendingar. Mál Mason Greenwood Ítalski boltinn Tengdar fréttir Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31 Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Greint er frá vendingunum í breskum miðlum í morgun en Greenwood hefur hvorki æft né spilað fyrir Manchester United eftir að hann var handtekinn snemma árs 2022. Allar ákærur á hendur Greenwood, sem sneru meðal annars að meintri tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburðum, voru felldar niður í febrúar fyrr á þessu ári. Eftir að það varð ljóst setti Manchester United af stað rannsókn hjá sér innanhúss á málinu og að á meðan hún væri í gangi yrðu næstu skref er varðar leikmanninn ekki tekin. Samkvæmt breskum miðlum hafa forráðamenn Juventus sett sig í samband við fulltrúa Greenwood og viðrað þann möguleika að gera langtíma lánssamning við Manchester United og leikmanninn. Núgildandi samningur Greenwood við Manchester Untied gildir til sumarsins 2025. Goal hefur það eftir heimildarmönnum sínum, sem þekkja vel til Greenwood, að leikmaðurinn sjái sæng sína hjá Manchester United, hann búist ekki við því að spila aftur fyrir félagið. Auk Juventus er A.C. Milan einnig sagt hafa augastað á leikmanninum. Greenwood ólst upp í akademíu Manchester Untied og í júlí árið 2019 var hann tekinn inn í aðallið félagsins í fyrsta sinn. Hann á nú að baki 129 leiki fyrir aðalliðið, hefur skorað 35 mörk í þeim leikjum og gefið 12 stoðsendingar.
Mál Mason Greenwood Ítalski boltinn Tengdar fréttir Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31 Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31 Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00 Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31 Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. 3. febrúar 2023 07:31
Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. 3. febrúar 2023 23:31
Nike vill ekkert með Greenwood hafa Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur ekki fengið nýjan samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike þrátt fyrir að hann hafi ýjað að því. 7. febrúar 2023 14:00
Manchester United sagt ætla að spyrja leikmenn um framtíð Greenwood Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er laus allra mála eftir að málið gegn honum var fellt niður en nú þarf Manchester United að ákveða hvað félagið ætlar að gera með einn efnilegasta leikmann félagsins. 16. febrúar 2023 10:31
Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29