Fótbolti

Valgeir byrjaði í tapi meistaranna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Valgeir Lunddal Friðriksson. vísir/Getty

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken sem tapaði 1-0 gegn Halmstad á útivelli í dag. Með tapinu er Häcken búið að missa Malmö FF sex stig fram úr sér í toppbaráttunni.

Sænska deildin er tiltölulega nýfarin af stað en Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í Häcken eiga þar titil að verja. Þeir hafa byrjað tímabilið í ár vel og fyrir leikinn í dag voru þeir með fimmtán stig eftir sex umferðir. Malmö FF var hins vegar með fullt hús stiga og því einir í efsta sætinu.

Valgeir var í byrjunarliði Häcken í dag sem mætti Halmstad á útivelli en Halmstad hafði unnið sigur í tveimur leikjum áður en þeir tóku á móti Häcken. Heimaliðið tók hins vegar forystuna á 17. mínútu þegar Philemon Ofosu-Ayeh skoraði.

Staðan í hálfleik var 1-0 og leikmenn Häcken reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin. Allt kom fyrir ekki og heimamenn fögnuðu sínum þriðja sigri í deildinni.

Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 86. mínútu leiksins en Häcken situr í öðru sæti deildarinnar og er sex stigum á eftir toppliði Malmö FF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×