Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 22:20 Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Vísir/Egill Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði TM í málinu árið 2021 og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn. Konan sendi svo inn áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sem nú hefur verið samþykkt. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Fram kemur að konan hafi verið á 22. aldursári þegar slysið varð. Hún hafi svo síðar krafist bóta frá tryggingafélaginu vegna 23 prósenta varanlegrar örorku vegna umferðarslyssins. Fór fram á frekari bætur Í málinu var deilt um þann grundvöll árslauna og fjárhæð viðmiðunarlauna sem bæri að nota við útreikning bóta. Þá var sömuleiðis deilt um þann margfeldisstuðul sem útreikningurinn skyldi byggja á. TM hafði þá þegar greitt konunni bætur vegna örorku vegna slyssins, en konan höfðaði málið þar sem hún krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins. Í dómi héraðsdóms er tekjusaga konunnar rakin þar sem fram kom að tekjur hennar hafi verið einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Hún hafi þar verið í fullri vinnu og rúmlega það og vildi meina að hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og því ættu þær aðstæður sem lýst sé í 8. gr. skaðabótalaga og snýr að útreikningi bóta því ekki við um hana. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Vísir/Vilhelm Hafna að hún hafi haslað sér völl með vinnunni á hótelinu Í dómnum segir að þessi uppgrip konunnar á hótelinu 2010 hafi aðeins staðið í skamman tíma. „Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekki fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tímabili lauk,“ sagði í dómi héraðsdóms þar sem TM var sýknað af kröfum um frekari bætur. Hefur fordæmisgildi Konan ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hún taldi dóminn hafa verulegt almennt gildi og hefði fordæmisgildi hvort það standist 65. og 72. grein stjórnarskrá að hún hafi ekki fengið fullar bætur fyrir tjón sitt og að skerðing bóta ættu „fyrst og fremst rætur að rekja til ungs aldurs leyfisbeiðanda í ljósi áhrifa vaxta við núvirðisútreikning bóta“. Þá ítrekaði konan að tjón hennar hafi ekki fengist að fullu bætt með þeim bótum sem henni hafi þegar verið greiddar. Sömuleiðis varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar þar sem hún hafi orðið fyrir líkamstjóni og skerðingu á aflahæfi sínu til frambúðar. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur ákvað því að verða við beiðninni og taka málið fyrir. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði TM í málinu árið 2021 og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn. Konan sendi svo inn áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sem nú hefur verið samþykkt. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi á sínum tíma ekið bílnum vestur Reykjanesbraut og á Strandarheiði hafi hún misst stjórn á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að bíllinn valt og hafnaði utan vegar. Fram kemur að konan hafi verið á 22. aldursári þegar slysið varð. Hún hafi svo síðar krafist bóta frá tryggingafélaginu vegna 23 prósenta varanlegrar örorku vegna umferðarslyssins. Fór fram á frekari bætur Í málinu var deilt um þann grundvöll árslauna og fjárhæð viðmiðunarlauna sem bæri að nota við útreikning bóta. Þá var sömuleiðis deilt um þann margfeldisstuðul sem útreikningurinn skyldi byggja á. TM hafði þá þegar greitt konunni bætur vegna örorku vegna slyssins, en konan höfðaði málið þar sem hún krafðist frekari bóta úr hendi tryggingafélagsins. Í dómi héraðsdóms er tekjusaga konunnar rakin þar sem fram kom að tekjur hennar hafi verið einna hæstar af vinnu á hóteli haustið 2010. Hún hafi þar verið í fullri vinnu og rúmlega það og vildi meina að hún hefði þar með hafið þátttöku á vinnumarkaði og því ættu þær aðstæður sem lýst sé í 8. gr. skaðabótalaga og snýr að útreikningi bóta því ekki við um hana. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár.Vísir/Vilhelm Hafna að hún hafi haslað sér völl með vinnunni á hótelinu Í dómnum segir að þessi uppgrip konunnar á hótelinu 2010 hafi aðeins staðið í skamman tíma. „Sveiflur í tekjum ungs fólks sem sinnir hlutastarfi með námi eru algengar og verður ekki fallist á að þetta tímabil geti talist til marks um það að stefnandi hefði þegar haslað sér völl á vinnumarkaði með fullri atvinnuþátttöku, hvort sem litið er til starfsvettvangs eða framtíðartekna, þegar hún varð fyrir slysi einu ári eftir að þessu tímabili lauk,“ sagði í dómi héraðsdóms þar sem TM var sýknað af kröfum um frekari bætur. Hefur fordæmisgildi Konan ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hún taldi dóminn hafa verulegt almennt gildi og hefði fordæmisgildi hvort það standist 65. og 72. grein stjórnarskrá að hún hafi ekki fengið fullar bætur fyrir tjón sitt og að skerðing bóta ættu „fyrst og fremst rætur að rekja til ungs aldurs leyfisbeiðanda í ljósi áhrifa vaxta við núvirðisútreikning bóta“. Þá ítrekaði konan að tjón hennar hafi ekki fengist að fullu bætt með þeim bótum sem henni hafi þegar verið greiddar. Sömuleiðis varði málið sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar þar sem hún hafi orðið fyrir líkamstjóni og skerðingu á aflahæfi sínu til frambúðar. Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að líta beri svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt sé á af hálfu konunnar, meðal annars hvort fyrirmæli skaðabótalaga um viðmið við útreikning bóta vegna líkamstjóns samrýmist ákvæðum stjórnarskrár. Hæstiréttur ákvað því að verða við beiðninni og taka málið fyrir.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira