„Þetta voru hræðileg mistök“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:00 David De Gea gerði hræðileg mistök í marki West Ham. Vísir/Getty David De Gea gerði sig sekan um slæm mistök í sigurmarki West Ham gegn Manchester United í dag. Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili opnaðist upp á gátt eftir úrslit helgarinnar. West Ham vann 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Said Benrahma sem skoraði sigurmark West Ham í fyrri hálfleik. Hann skaut að marki fyrir utan vítateig og David De Gea, markvörður United, missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá sér og í netið. Úrslitin eru bagaleg fyrir United sem hefði getað lyft sér upp í þriðja sætið með sigri og í leiðinni stigið stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er nú stigi á undan Liverpool með einn leik til góða. United á fjóra leiki eftir í deildinni en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á fjóra leiki eftir líkt og United. Hér sést Said Benrahma skjóta að marki en David De Gea náði ekki að verja fremur laust skot Benrahma.Vísir/Getty Eftir leik vildi Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, ekki skella skuldinni á spænska markvörðinn. „Mistök eru hluti af knattspyrnu og í þessu liði þarftu að takast á við þau og koma til baka vegna þess að þetta er liðsíþrótt,“ sagði Ten Hag í viðtali eftir leikinn. „Hann er sá markvörður sem heldur einna oftast hreinu og það gerum við líka sem lið. Þetta getur gerst, þetta er fótbolti en allir þurfa að taka ábyrgð.“ „Gerir stór mistök í stórum leikjum“ Samningur De Gea rennur út að tímabilinu loknu og hafa samningaviðræður um framleningu staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Mistök eins og þau sem De Gea gerði í dag hjálpa honum varla á þeirri vegferð að sækja nýjan samning hjá United. „Spurningin er hvort hann sé nógu góður í fótunum til að spila eins og Erik Ten Hag vill,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður United, eftir leikinn í dag. „Hvað varðar það að verja skot þá gerði hann mistök í dag, en það er ekki það sem er málið. Er hann nógu góður knattspyrnumaður til að spila fyrir Manchester United?“ 4 - David de Gea has made four errors leading to a goal in all competitions this season, the joint-most of any Premier League player, along with Hugo Lloris. Howler. pic.twitter.com/nnDGryuhQP— OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2023 Peter Crouch var með Ferdinand í stúdíói BT Sport eftir leik. Hann sagði ekki hægt að fara í felur með það að mistök De Gea í dag hefðu verið hræðileg. „Ef hann er í samningaviðræður þá hjálpar það ekki að gera svona mistök. Hann hefur verið frábær markvörður á síðustu árum en í augnablikinu líður manni þannig að hann geri stór mistök í stórum leikjum. David De Gea klúðraði í dag, við getum ekki sykurhúðað það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt, þetta voru hræðileg mistök.“ Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
West Ham vann 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Said Benrahma sem skoraði sigurmark West Ham í fyrri hálfleik. Hann skaut að marki fyrir utan vítateig og David De Gea, markvörður United, missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá sér og í netið. Úrslitin eru bagaleg fyrir United sem hefði getað lyft sér upp í þriðja sætið með sigri og í leiðinni stigið stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er nú stigi á undan Liverpool með einn leik til góða. United á fjóra leiki eftir í deildinni en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á fjóra leiki eftir líkt og United. Hér sést Said Benrahma skjóta að marki en David De Gea náði ekki að verja fremur laust skot Benrahma.Vísir/Getty Eftir leik vildi Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, ekki skella skuldinni á spænska markvörðinn. „Mistök eru hluti af knattspyrnu og í þessu liði þarftu að takast á við þau og koma til baka vegna þess að þetta er liðsíþrótt,“ sagði Ten Hag í viðtali eftir leikinn. „Hann er sá markvörður sem heldur einna oftast hreinu og það gerum við líka sem lið. Þetta getur gerst, þetta er fótbolti en allir þurfa að taka ábyrgð.“ „Gerir stór mistök í stórum leikjum“ Samningur De Gea rennur út að tímabilinu loknu og hafa samningaviðræður um framleningu staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Mistök eins og þau sem De Gea gerði í dag hjálpa honum varla á þeirri vegferð að sækja nýjan samning hjá United. „Spurningin er hvort hann sé nógu góður í fótunum til að spila eins og Erik Ten Hag vill,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður United, eftir leikinn í dag. „Hvað varðar það að verja skot þá gerði hann mistök í dag, en það er ekki það sem er málið. Er hann nógu góður knattspyrnumaður til að spila fyrir Manchester United?“ 4 - David de Gea has made four errors leading to a goal in all competitions this season, the joint-most of any Premier League player, along with Hugo Lloris. Howler. pic.twitter.com/nnDGryuhQP— OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2023 Peter Crouch var með Ferdinand í stúdíói BT Sport eftir leik. Hann sagði ekki hægt að fara í felur með það að mistök De Gea í dag hefðu verið hræðileg. „Ef hann er í samningaviðræður þá hjálpar það ekki að gera svona mistök. Hann hefur verið frábær markvörður á síðustu árum en í augnablikinu líður manni þannig að hann geri stór mistök í stórum leikjum. David De Gea klúðraði í dag, við getum ekki sykurhúðað það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt, þetta voru hræðileg mistök.“
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira