Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 07:01 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir framtak vanta til að koma á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarið hafa aðilar í ferðaþjónustu og viðbragðsaðilar kallað eftir bættu bráðaviðbragði og neyðarþjónustu á helstu ferðamannastöðum landsins. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári og hræðast viðbragðsaðilar að þeir ráði ekki við þann mikla fjölda. Vill dusta af verkefni um sjúkraþyrlu Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar, segir nú tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu. „Þyrlan er fimm mínútur að komast í loftið og fer með bráðalækni á vettvang, sem getur byrjað réttu meðferðina og flutt viðkomandi á spítala,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að sjúkraþyrla væri sérstaklega viðeigandi á Suðurlandi, sem er bæði vinsælt hjá erlendum ferðamönnum og innlendum. „Það geta búið allt að 40 þúsund í sumarhúsunum í uppsveitum Árnessýslu og mikið af þessu fólki er eldra folk sem er að borða rautt kjöt, fara í pottinn og drekka rauðvín og fær bara hjartaáfall. Þá ertu að senda einn eða tvo sjúkrabíla frá Selfossi, í þrjátíu til fjörutíu mínútna akstur þarna uppeftir og þá áttu eftir að koma viðkomandi á sjúkrahús,“ segir Vilhjálmur. Búið að samþykkja verkefnið en sett á ís í Covid Þyrlan væri líka kjörin til að annast sjúkraflutninga til og frá Vestmannaeyjum í stað sjúkraflugvélarinnar. „Sem er svo lengi frá Akureyri til Vestmannaeyja og það er ekki alltaf hægt að lenda flugvélinni en hægt að lenda þyrlu oftar. Það er margbúið að fara yfir kosti þessarar sjúkraþyrlu. Landhelgisgæslan má ekki koma nálægt þessu, hún er bara með allt annað agenda.“ Vilhjálmur hyggst spyrja Willum hvort hann muni koma verkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi aftur af stað.Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur segist ætla að krefja Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, svara um það hvort hann ætli að koma verkefninu aftur af stað. „Af því að fyrir Covid vorum búin að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja minnisblað frá heilbrigðisráðherra um að hann og fjármálaráðherra var falið að koma verkefninu inn í fjármálaáætlun. Svo kom Covid og þá var svolítið erfitt að keyra prufuverkefni af því það vantaði ferðamennina,“ segir Vilhjálmur. „Sjúkraþyrlan er heldur ekki til að koma í staðin fyrir sjúkrabílana heldur til að draga úr álagi. Þá missirðu kannski sjúkrabíl í útkall í klukkutíma í staðin fyrir fjóra klukkutíma.“ Spari heilbrigðisyfirvöldum miklar fjárhæðir Annað úrræði til að minnka álag á sjúkrabíla og aðra heilbrigðisþjónustu er bráðaviðbragðsbíll, líkt og sá sem komið var upp á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Fréttastofa fékk að skoða bílinn í liðinni viku og var sýnt frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Bráðaviðbragðinu var komið á fót eftir slysahrinu í Silfru. „Það sem ég er einna stoltastur af sem stjórnmálamaður er þetta viðbragð á Þingvöllum. Ég keyrði þetta bara af stað sem formaður Þingvallanefndar og þetta er bara okkar einkaframtak. Þjóðgarðsvörðurinn, Einar, var mjög til í þetta og sá um framkvæmdina. Við erum með miklar sértekjur, sem við notum að hluta í þetta,“ segir Vilhjálmur. Sértekjur þjóðgarðarins koma til dæmis frá útleigu gestastofunnar, gjaldtöku fyrir bílastæði og gjaldtöku fyrir að fara í Silfru. Þeim er svo veitt í að halda við göngustígum, ráða inn fleiri landverði og halda úti neyðarþjónustunni. Margir þeirra sem leita til sjúkraflutningamanna á Þingvöllum eru ferðamenn sem hafa synt í Silfru og örmagnast eða ofkælst.Vísir/Arnar „Við vorum ekkert að tala við ráðuneytið eða einhverja stofnun. Við sáum bara að starfsfólkinu okkar leið ekki vel, við berum ábyrgð á þessu fólki. Þannig að þó við séum að spara heilbrigðisyfirvöldum þvílíka peninga með þessu þá erum við samt til í að borga þetta. Hika er sama og tapa og við létum bara vaða,“ segir Vilhjálmur og bætir við að þjónustan kosti um þrjár eða fjórar milljónir á mánuði. Vanti fólk þegar austar kemur Svona þjónustu vanti ekki aðeins í Gullna hringnum svokallaða, heldur ekki síst enn austar, þar sem færri íbúar eru og því minna viðbragð. „Slökkvistjórinn á Kirkjubæjarklaustri hann er líka sjúkrabílstjóri en konan hans er hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin á Hornafirði, en býr á Klaustri, og er líka sjúkrabílstjóri. Þau eru bara með alla hattana,“ nefnir Vilhjálmur sem dæmi. „Svo ertu með fáliðað slökkvilið og fáliðaða sjúkrabílstjóra. Þetta er vandamálið úti á landi. Það búa svo fáir á svæðunum og grunnþjónustan er miðuð við það en það eru kannski fjögur, fimm þúsund á dag á staðnum. Þetta er bara sama fólkið sem er í björgunarsveitinni, slökkviliðinu, að keyra sjúkrabílinn og jafnvel í löggunni.“ Staðan sé ekki síst slæm á vinsælum stöðum eins og Skaftafelli. Þar var hálendisvakt komið á laggirnar af Landsbjörg, þar sem björgunarsveitarfólk glímir fyrst og fremst við „krúttleg“ verkefni eins og Vilhjálmur orðar það: Beinbrot, snúna ökkla, brunasár og svo framvegis. Gangi ekki upp að láta sjálfboðaliða annast verkefnin Láglendisvaktin, sem er líka á vegum Landsbjargar, sé hins vegar allt annars eðlis. „Núna í fjögur ár er Landbjörg búin að hringja stanslaust í mig og segja að þau vilji ekki þessa láglendisvakt lengur. Þeir sem fara íhana brernna út og það vill enginn sinna henni lengur. Láglendisvaktin átti að vera til staðar til að hjálpa björgunarsveitinni í Skaftafelli, þar sem eru sjö virkir meðlimir, en þeir eru bara að lenda í háálagsverkefnum – stórum umferðarslysum og fleiru,“ segir Vilhjálmur. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Það gengur ekki upp að vera með sjálfboðaliða í svona. Ég talaði mjög mikið um þetta í kringum hálendisþjóðgarðinn: Ætlar umhverfisráðuneytið bara að setja þarna þjóðgarð og það á ekki að tala við samgöngufyrivöld um hvort samgönguinnviðirnir þoli þetta, á ekki að tala við löggæsluyfirvöld hvort löggæslan þoli þetta, á ekki að tala við heilbrigðisyfirvöld hvort þeir ráði við þetta. Öll heilsugæsla og staðsetning lækna, staðsetning lögreglustöðva, er miðuð við íbúafjölda í sveitarfélaginu en ekki miðuð við gestafjölda.“ Vanti frumkvæði Mikill vilji sé meðal viðbragðsaðila á Suðurlandi að stofna til viðbragðs á borð við það sem er á Þingvöllum í Skaftafelli en það strandi á frumkvæði og ábyrgð. „Það vantar bara frumkvæðið. Gullfoss og Geysir eru bæði í umsjá Umhverfisstofnunar þannig að það er bara einhver ríkisstofnun, sem er bara í samskiptum við ráðuneytið og það gerist ekkert nema hún fái pening frá ráðuneytinu. Þarna átti einu sinni að fara að rukka á sínum tíma en það var bannað,“ segir Vilhjálmur. „Við á Þingvöllum, með okkar sértekjum erum til dæmis með þrjátíu manns í vinnu. Gullfoss og Geysir er bara einhver stofnun, sem útdeilir landvarðastöðum og það eru þrír eða fjórir landveðrir sem skipta með sér Gullfossi og Geysi allt sumarið. Annað hvort þarf ráðuneytið eða innviðasjóður að útdeila peningum og borga þetta eða þeir þurfa bara að fara að drullast til að fara að rukka inn á þessa staði til að fá sértekjur til að nota í þetta.“ Vatnajökulsþjóðgarður eigi sömuleiðis að nota sínar sértekjur til að ráða sjúkraflutningamann í Skaftafell. „Mér finnst stjórnvöld ekki fara saman í hljóði og mynd: Ætla bara að treysta á ferðaþjónustuna en búa ekki til innviðina og allt til þess. Ég hef gagnrýnt það mikið,“ segir Vilhjálmur. Skelþunnur ferðamaður kostaði næstum milljónir Viðbragð sem þetta geti sparað kerfinu öllu miklar og háar fjárhæðir. Hann nefnir sem dæmi atvik á Þingvöllum þar sem barst útkall vegna konu í andnauð. Sjúkrabílar frá Reykjavík og þyrla Landhelgisgæslunnar voru ræst út og sjúkraflutningamaðurinn á Þingvöllum fór á staðinn. „Hann gefur henni kók að drekka og allt í lagi. Þá var hún svona skelþunn að hún hafði farið í sykurfall eða liðið yfir hana og hélg hún væri bara í andnauð. Þá var hægt að snúa öllum gírunum við. Þetta sparaði öllum nokkrar milljónir örugglega. Þarna spöruðum við ríkinu þvílíkar fjárhæðir, borguðum og tókum bara úr vasa ferðamanna.“ Vilhjálmur segir tilefni til að koma upp neyðarþjónustu í Skaftafelli. Það sé ólíðandi að sjálfboðaliðar annist neyðarþjónustu á svæðinu.Vísir/Vilhelm Hann segir samráðsvettvang vanta en nefnir Gullna hringborðið, samráðsvettvang sem meðal annars menningar- og viðskiptaráðuneytið, Umhverfisstofnun, Þingvallaþjóðgarður, Vegagerðin og sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur eiga sæti að. Hringborðið sendi í febrúar síðastliðnum frá sér ákall, sem afhent var ýmsum ráðherrum, um að byggja þurfi upp öryggisinnviði, áningarstaði samgönguinnviði og annað til að takast á við þann mikla ferðamannafjölda sem er á leið hingað til lands. „Margt hefur verið gert en mikið er eftir. Staðan er alvarleg, en öllum áskorunum fylgja tækifæri. Flest verkefni á Gullna hringnum kalla á stöðuga vöktun og virkni. Samstarf og samráð eru lykilatriði,“ segir í ákallinu. Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarið hafa aðilar í ferðaþjónustu og viðbragðsaðilar kallað eftir bættu bráðaviðbragði og neyðarþjónustu á helstu ferðamannastöðum landsins. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári og hræðast viðbragðsaðilar að þeir ráði ekki við þann mikla fjölda. Vill dusta af verkefni um sjúkraþyrlu Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar, segir nú tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu. „Þyrlan er fimm mínútur að komast í loftið og fer með bráðalækni á vettvang, sem getur byrjað réttu meðferðina og flutt viðkomandi á spítala,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að sjúkraþyrla væri sérstaklega viðeigandi á Suðurlandi, sem er bæði vinsælt hjá erlendum ferðamönnum og innlendum. „Það geta búið allt að 40 þúsund í sumarhúsunum í uppsveitum Árnessýslu og mikið af þessu fólki er eldra folk sem er að borða rautt kjöt, fara í pottinn og drekka rauðvín og fær bara hjartaáfall. Þá ertu að senda einn eða tvo sjúkrabíla frá Selfossi, í þrjátíu til fjörutíu mínútna akstur þarna uppeftir og þá áttu eftir að koma viðkomandi á sjúkrahús,“ segir Vilhjálmur. Búið að samþykkja verkefnið en sett á ís í Covid Þyrlan væri líka kjörin til að annast sjúkraflutninga til og frá Vestmannaeyjum í stað sjúkraflugvélarinnar. „Sem er svo lengi frá Akureyri til Vestmannaeyja og það er ekki alltaf hægt að lenda flugvélinni en hægt að lenda þyrlu oftar. Það er margbúið að fara yfir kosti þessarar sjúkraþyrlu. Landhelgisgæslan má ekki koma nálægt þessu, hún er bara með allt annað agenda.“ Vilhjálmur hyggst spyrja Willum hvort hann muni koma verkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi aftur af stað.Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur segist ætla að krefja Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, svara um það hvort hann ætli að koma verkefninu aftur af stað. „Af því að fyrir Covid vorum búin að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja minnisblað frá heilbrigðisráðherra um að hann og fjármálaráðherra var falið að koma verkefninu inn í fjármálaáætlun. Svo kom Covid og þá var svolítið erfitt að keyra prufuverkefni af því það vantaði ferðamennina,“ segir Vilhjálmur. „Sjúkraþyrlan er heldur ekki til að koma í staðin fyrir sjúkrabílana heldur til að draga úr álagi. Þá missirðu kannski sjúkrabíl í útkall í klukkutíma í staðin fyrir fjóra klukkutíma.“ Spari heilbrigðisyfirvöldum miklar fjárhæðir Annað úrræði til að minnka álag á sjúkrabíla og aðra heilbrigðisþjónustu er bráðaviðbragðsbíll, líkt og sá sem komið var upp á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Fréttastofa fékk að skoða bílinn í liðinni viku og var sýnt frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Bráðaviðbragðinu var komið á fót eftir slysahrinu í Silfru. „Það sem ég er einna stoltastur af sem stjórnmálamaður er þetta viðbragð á Þingvöllum. Ég keyrði þetta bara af stað sem formaður Þingvallanefndar og þetta er bara okkar einkaframtak. Þjóðgarðsvörðurinn, Einar, var mjög til í þetta og sá um framkvæmdina. Við erum með miklar sértekjur, sem við notum að hluta í þetta,“ segir Vilhjálmur. Sértekjur þjóðgarðarins koma til dæmis frá útleigu gestastofunnar, gjaldtöku fyrir bílastæði og gjaldtöku fyrir að fara í Silfru. Þeim er svo veitt í að halda við göngustígum, ráða inn fleiri landverði og halda úti neyðarþjónustunni. Margir þeirra sem leita til sjúkraflutningamanna á Þingvöllum eru ferðamenn sem hafa synt í Silfru og örmagnast eða ofkælst.Vísir/Arnar „Við vorum ekkert að tala við ráðuneytið eða einhverja stofnun. Við sáum bara að starfsfólkinu okkar leið ekki vel, við berum ábyrgð á þessu fólki. Þannig að þó við séum að spara heilbrigðisyfirvöldum þvílíka peninga með þessu þá erum við samt til í að borga þetta. Hika er sama og tapa og við létum bara vaða,“ segir Vilhjálmur og bætir við að þjónustan kosti um þrjár eða fjórar milljónir á mánuði. Vanti fólk þegar austar kemur Svona þjónustu vanti ekki aðeins í Gullna hringnum svokallaða, heldur ekki síst enn austar, þar sem færri íbúar eru og því minna viðbragð. „Slökkvistjórinn á Kirkjubæjarklaustri hann er líka sjúkrabílstjóri en konan hans er hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin á Hornafirði, en býr á Klaustri, og er líka sjúkrabílstjóri. Þau eru bara með alla hattana,“ nefnir Vilhjálmur sem dæmi. „Svo ertu með fáliðað slökkvilið og fáliðaða sjúkrabílstjóra. Þetta er vandamálið úti á landi. Það búa svo fáir á svæðunum og grunnþjónustan er miðuð við það en það eru kannski fjögur, fimm þúsund á dag á staðnum. Þetta er bara sama fólkið sem er í björgunarsveitinni, slökkviliðinu, að keyra sjúkrabílinn og jafnvel í löggunni.“ Staðan sé ekki síst slæm á vinsælum stöðum eins og Skaftafelli. Þar var hálendisvakt komið á laggirnar af Landsbjörg, þar sem björgunarsveitarfólk glímir fyrst og fremst við „krúttleg“ verkefni eins og Vilhjálmur orðar það: Beinbrot, snúna ökkla, brunasár og svo framvegis. Gangi ekki upp að láta sjálfboðaliða annast verkefnin Láglendisvaktin, sem er líka á vegum Landsbjargar, sé hins vegar allt annars eðlis. „Núna í fjögur ár er Landbjörg búin að hringja stanslaust í mig og segja að þau vilji ekki þessa láglendisvakt lengur. Þeir sem fara íhana brernna út og það vill enginn sinna henni lengur. Láglendisvaktin átti að vera til staðar til að hjálpa björgunarsveitinni í Skaftafelli, þar sem eru sjö virkir meðlimir, en þeir eru bara að lenda í háálagsverkefnum – stórum umferðarslysum og fleiru,“ segir Vilhjálmur. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Það gengur ekki upp að vera með sjálfboðaliða í svona. Ég talaði mjög mikið um þetta í kringum hálendisþjóðgarðinn: Ætlar umhverfisráðuneytið bara að setja þarna þjóðgarð og það á ekki að tala við samgöngufyrivöld um hvort samgönguinnviðirnir þoli þetta, á ekki að tala við löggæsluyfirvöld hvort löggæslan þoli þetta, á ekki að tala við heilbrigðisyfirvöld hvort þeir ráði við þetta. Öll heilsugæsla og staðsetning lækna, staðsetning lögreglustöðva, er miðuð við íbúafjölda í sveitarfélaginu en ekki miðuð við gestafjölda.“ Vanti frumkvæði Mikill vilji sé meðal viðbragðsaðila á Suðurlandi að stofna til viðbragðs á borð við það sem er á Þingvöllum í Skaftafelli en það strandi á frumkvæði og ábyrgð. „Það vantar bara frumkvæðið. Gullfoss og Geysir eru bæði í umsjá Umhverfisstofnunar þannig að það er bara einhver ríkisstofnun, sem er bara í samskiptum við ráðuneytið og það gerist ekkert nema hún fái pening frá ráðuneytinu. Þarna átti einu sinni að fara að rukka á sínum tíma en það var bannað,“ segir Vilhjálmur. „Við á Þingvöllum, með okkar sértekjum erum til dæmis með þrjátíu manns í vinnu. Gullfoss og Geysir er bara einhver stofnun, sem útdeilir landvarðastöðum og það eru þrír eða fjórir landveðrir sem skipta með sér Gullfossi og Geysi allt sumarið. Annað hvort þarf ráðuneytið eða innviðasjóður að útdeila peningum og borga þetta eða þeir þurfa bara að fara að drullast til að fara að rukka inn á þessa staði til að fá sértekjur til að nota í þetta.“ Vatnajökulsþjóðgarður eigi sömuleiðis að nota sínar sértekjur til að ráða sjúkraflutningamann í Skaftafell. „Mér finnst stjórnvöld ekki fara saman í hljóði og mynd: Ætla bara að treysta á ferðaþjónustuna en búa ekki til innviðina og allt til þess. Ég hef gagnrýnt það mikið,“ segir Vilhjálmur. Skelþunnur ferðamaður kostaði næstum milljónir Viðbragð sem þetta geti sparað kerfinu öllu miklar og háar fjárhæðir. Hann nefnir sem dæmi atvik á Þingvöllum þar sem barst útkall vegna konu í andnauð. Sjúkrabílar frá Reykjavík og þyrla Landhelgisgæslunnar voru ræst út og sjúkraflutningamaðurinn á Þingvöllum fór á staðinn. „Hann gefur henni kók að drekka og allt í lagi. Þá var hún svona skelþunn að hún hafði farið í sykurfall eða liðið yfir hana og hélg hún væri bara í andnauð. Þá var hægt að snúa öllum gírunum við. Þetta sparaði öllum nokkrar milljónir örugglega. Þarna spöruðum við ríkinu þvílíkar fjárhæðir, borguðum og tókum bara úr vasa ferðamanna.“ Vilhjálmur segir tilefni til að koma upp neyðarþjónustu í Skaftafelli. Það sé ólíðandi að sjálfboðaliðar annist neyðarþjónustu á svæðinu.Vísir/Vilhelm Hann segir samráðsvettvang vanta en nefnir Gullna hringborðið, samráðsvettvang sem meðal annars menningar- og viðskiptaráðuneytið, Umhverfisstofnun, Þingvallaþjóðgarður, Vegagerðin og sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur eiga sæti að. Hringborðið sendi í febrúar síðastliðnum frá sér ákall, sem afhent var ýmsum ráðherrum, um að byggja þurfi upp öryggisinnviði, áningarstaði samgönguinnviði og annað til að takast á við þann mikla ferðamannafjölda sem er á leið hingað til lands. „Margt hefur verið gert en mikið er eftir. Staðan er alvarleg, en öllum áskorunum fylgja tækifæri. Flest verkefni á Gullna hringnum kalla á stöðuga vöktun og virkni. Samstarf og samráð eru lykilatriði,“ segir í ákallinu.
Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31