Jóhann upp fyrir hundrað stig í tímamótaleik og Sunderland slapp inn í umspil Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 15:59 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afar góðu gengi að fagna með Burnley í vetur og verður með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Getty/Alex Livesey Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn 200. keppnisleik fyrir enska knattspyrnufélagið Burnley í dag þegar lokaumferð ensku B-deildarinnar var spiluð. Jóhann og félagar höfðu fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og sæti í ensku úrvalsdeildinni, en þeir fullkomnuðu tímabilið með 3-0 sigri gegn Cardiff í dag sem kom þeim yfir 100 stiga múrinn. Jóhann var í byrjunarliðinu og fór af velli eftir að staðan var orðin 3-0 í þessum mikla tímamótaleik, en hann hefur leikið með Burnley frá árinu 2016 eftir að hafa keyptur frá Charlton í kjölfar frammistöðu sinnar á EM í Frakklandi. A 200th Burnley appearance for JBG today Fantastic achievement pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 8, 2023 Burnley endaði tímabilið með 101 stig, tíu stigum fyrir ofan Sheffield United, og tapaði aðeins þremur af 46 leikjum sínum í deildinni. Ljóst var fyrir leiki dagsins að Sheffield United færi með Burnley upp um deild, og að Reading, Blackpool og Wigan myndu falla. Nú er eftir fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni og náði Sunderland að koma sér inn í það umspil í dag með því að vinna Preston North End á útivelli, 3-0. Millwall kastaði frá sér sæti í umspili Sigurinn kom Sunderland stigi upp fyrir Millwall, sem tapaði 4-3 fyrir Blackburn á heimavelli eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik. Blackburn náði jafnmörgum stigum og Sunderland, eða 69, en var með mun lakari markatölu. Coventry náði að halda sér í 5. sæti með 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli, en ljóst var fyrir leiki dagsins að Luton myndi enda í 3. sæti og Middlesbrough í 4. sæti. Í umspilinu mætast því Luton og Sunderland annars vegar, 13. og 16. maí, og Middlesbrough og Coventry hins vegar, 14. og 17. maí. Sigurliðin mætast svo á Wembley 27. maí í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Jóhann og félagar höfðu fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og sæti í ensku úrvalsdeildinni, en þeir fullkomnuðu tímabilið með 3-0 sigri gegn Cardiff í dag sem kom þeim yfir 100 stiga múrinn. Jóhann var í byrjunarliðinu og fór af velli eftir að staðan var orðin 3-0 í þessum mikla tímamótaleik, en hann hefur leikið með Burnley frá árinu 2016 eftir að hafa keyptur frá Charlton í kjölfar frammistöðu sinnar á EM í Frakklandi. A 200th Burnley appearance for JBG today Fantastic achievement pic.twitter.com/y7Y8EfZVYV— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 8, 2023 Burnley endaði tímabilið með 101 stig, tíu stigum fyrir ofan Sheffield United, og tapaði aðeins þremur af 46 leikjum sínum í deildinni. Ljóst var fyrir leiki dagsins að Sheffield United færi með Burnley upp um deild, og að Reading, Blackpool og Wigan myndu falla. Nú er eftir fjögurra liða umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni og náði Sunderland að koma sér inn í það umspil í dag með því að vinna Preston North End á útivelli, 3-0. Millwall kastaði frá sér sæti í umspili Sigurinn kom Sunderland stigi upp fyrir Millwall, sem tapaði 4-3 fyrir Blackburn á heimavelli eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik. Blackburn náði jafnmörgum stigum og Sunderland, eða 69, en var með mun lakari markatölu. Coventry náði að halda sér í 5. sæti með 1-1 jafntefli við Middlesbrough á útivelli, en ljóst var fyrir leiki dagsins að Luton myndi enda í 3. sæti og Middlesbrough í 4. sæti. Í umspilinu mætast því Luton og Sunderland annars vegar, 13. og 16. maí, og Middlesbrough og Coventry hins vegar, 14. og 17. maí. Sigurliðin mætast svo á Wembley 27. maí í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira