Mannanafnanefnd samþykkir Bubba: „Ég er bara Bubbi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 11:58 Bubbi segir að þetta breyti engu fyrir sig, hann sé alltaf bara Bubbi. Vísir/Vilhelm Eiginnafnið Bubbi er á meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd samþykkti á dögunum. Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og um leið þekktasti Bubbi landsins segir þetta þó ekki breyta neinu fyrir sér. Bubbi Morthens hefur alla tíð verið þekktur sem Bubbi frekar en Ásbjörn eins og hann er skráður í þjóðskrá. „Ég er bara Bubbi,“ segir hann í samtali við blaðamann þegar hann spyr hann hvort hann sjái fyrir sér að breyta nafninu í þjóðskrá, nú þegar það er hægt. „Það myndi aldrei breyta neinu fyrir mér. Það er bara fíknó sem myndi kalla mig Ásbjörn eða löggan eða dánarstjórinn eða eitthvað svoleiðis. Ég meina, það er mjög líklegt að Bubbi verði á legsteininum mínum. En gott mál, nú bara sameinast allir Bubbar Íslands“ Einu nafni hafnað Bubbi var ekki eina nafnið sem nefndin samþykkti. Eiginnöfnin Hóffý, Núra, Jónía, Sasha, Gró, Nóla, Yndís og Talitha voru einnig samþykkt. Þá hafnaði nefndin einu nafni, eiginnafninu Eyr. Var það gert á grundvelli þess að annað skilyrði sem mannanöfn þurfa að uppfylla. Skilyrðin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin segir að skilyrði númer tvö sé einkum ætlað til að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. „Nefndin lítur svo á að eiginnafnið Eyr sé breyting á rótgróna nafninu Eir sem stríðir gegn hefð þess og er því ekki hægt að samþykkja það.“ Mannanöfn Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Bubbi Morthens hefur alla tíð verið þekktur sem Bubbi frekar en Ásbjörn eins og hann er skráður í þjóðskrá. „Ég er bara Bubbi,“ segir hann í samtali við blaðamann þegar hann spyr hann hvort hann sjái fyrir sér að breyta nafninu í þjóðskrá, nú þegar það er hægt. „Það myndi aldrei breyta neinu fyrir mér. Það er bara fíknó sem myndi kalla mig Ásbjörn eða löggan eða dánarstjórinn eða eitthvað svoleiðis. Ég meina, það er mjög líklegt að Bubbi verði á legsteininum mínum. En gott mál, nú bara sameinast allir Bubbar Íslands“ Einu nafni hafnað Bubbi var ekki eina nafnið sem nefndin samþykkti. Eiginnöfnin Hóffý, Núra, Jónía, Sasha, Gró, Nóla, Yndís og Talitha voru einnig samþykkt. Þá hafnaði nefndin einu nafni, eiginnafninu Eyr. Var það gert á grundvelli þess að annað skilyrði sem mannanöfn þurfa að uppfylla. Skilyrðin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin segir að skilyrði númer tvö sé einkum ætlað til að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. „Nefndin lítur svo á að eiginnafnið Eyr sé breyting á rótgróna nafninu Eir sem stríðir gegn hefð þess og er því ekki hægt að samþykkja það.“
1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanöfn Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira