Hákarlarnir snúa aftur, stærri og reiðari en áður Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 15:27 Hákarlar hræða okkur flest og það hafa þeir væntanlega gert frá því fyrsti mannapinn hætti sér of langt út í sjó á röngum tíma. Með hliðsjón af því er kannski eðlilegt hve margar kvikmyndir um hræðilega hákarla hafa verið gerðar. Þessum myndum hefur bara fjölgað ef eitthvað er, þó eingöngu væri litið til Sharknado myndanna. Fyrir nokkrum árum fengum við jarðarbúar að njóta myndarinnar The Meg. Hún fjallar um baráttu Jonas, sem leikinn var af hasarhetjunni Jason Statham, gegn risastórum og fornum hákarli sem kallast Megalodon. Án þess að fara nánar út í nokkuð raunveruleg vísindi myndarinnar, þá fannst þessi hákarl í Marianas-skurðinum en þegar hann slapp þaðan var hann fljótur að éta fólk í masssavís. Fyrsta stikla myndarinnar The Meg 2: The Trench var birt í gær. Nú hafa vísindamenn fundið fleiri risa-hákarla, auk risaeðla og stærðarinnar kolkrabba og þarf að kallast Jonas aftur til. Sem betur fer virðist sem framleiðendur myndarinnar taki sig ekki of alvarlega en í stiklunni má meðal annars sjá hákarl éta T-Rex, sem ætti auðvitað að vera í flestum stiklum, sama um hvað þær myndir eru. Til viðbótar geta áhugasamir séð stiklu annarrar nýrrar hákarlamyndar sem kallast The Black Demon hér að neðan. Hún fjallar líka um hræðilegan hákarl sem étur mikið af saklausum olíuborköllum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Þessum myndum hefur bara fjölgað ef eitthvað er, þó eingöngu væri litið til Sharknado myndanna. Fyrir nokkrum árum fengum við jarðarbúar að njóta myndarinnar The Meg. Hún fjallar um baráttu Jonas, sem leikinn var af hasarhetjunni Jason Statham, gegn risastórum og fornum hákarli sem kallast Megalodon. Án þess að fara nánar út í nokkuð raunveruleg vísindi myndarinnar, þá fannst þessi hákarl í Marianas-skurðinum en þegar hann slapp þaðan var hann fljótur að éta fólk í masssavís. Fyrsta stikla myndarinnar The Meg 2: The Trench var birt í gær. Nú hafa vísindamenn fundið fleiri risa-hákarla, auk risaeðla og stærðarinnar kolkrabba og þarf að kallast Jonas aftur til. Sem betur fer virðist sem framleiðendur myndarinnar taki sig ekki of alvarlega en í stiklunni má meðal annars sjá hákarl éta T-Rex, sem ætti auðvitað að vera í flestum stiklum, sama um hvað þær myndir eru. Til viðbótar geta áhugasamir séð stiklu annarrar nýrrar hákarlamyndar sem kallast The Black Demon hér að neðan. Hún fjallar líka um hræðilegan hákarl sem étur mikið af saklausum olíuborköllum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira