Dauðþreytt á lélegri þjónustu Póstsins og íhugar að flytja úr landi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 07:01 Soffía er orðin þreytt á Póstinum eftir mörg ár af því sem hún segir lélega þjónustu. Hún segir ekki loku fyrir það skotið að hún flytji í norsku sveitina. Vísir/Vilhelm Íbúi á Þingeyri á Vestfjörðum er gríðarlega ósáttur við þjónustu Póstsins. Íbúinn beið í fimm daga eftir því að pakkasending kæmi til sín eftir að sendingin var komin til Ísafjarðar. Hann kveðst uppgefin á lélegri þjónustu á landsbyggðinni og segist íhuga að flytja úr landi. Pósturinn segir það fátítt að sendingar ílengist á leiðinni frá Reykjavík til hinna ýmsu bæja landsins. „Þjónustan hér úti á landi hjá Póstinum er skelfileg,“ segir Soffía Nönnudóttir, íbúi á Þingeyri sem hafði samband við fréttastofu, svo gáttuð var hún á málinu. Soffía pantaði þrjár vörur frá Rúmfatalagernum í síðustu viku og var ekkert annað í boði en að fá sendinguna með Íslandspósti. „Þetta er bara glatað. Við erum öll farin að íhuga að fara bara. Þjónustan hérna er bara orðin hryllingur. Ég veit að við erum ekki ein í þeim pælingum hérna fyrir vestan.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Soffía hefur bent á slæma þjónustu við íbúa á Þingeyri. Í nóvember 2009 ræddi hún við Fréttablaðið um áhyggjur sínar af því að börn hennar hefðu verið skikkuð af Vinnumálastofnun til þess að mæta vikulega í viðtal á Ísafirði og sækja þar námskeið. Gemlufallsheiði væri enda mjög vafasöm að vetri til og ferðirnar á milli Þingeyrar því verið hættulegar. Árið 2016 sagði Soffía svo við DV að hún væri komin með upp í kok af þjónustu póstsins við Þingeyinga. Í samtali við Vísi segir hún ekkert hafa breyst síðastliðin sjö ár. Svaf í sófanum í þrjár nætur Soffía segir að um hafi verið að ræða þrjá pakka frá Rúmfatalagernum. Einn sé í nokkurri stærð. „Það er dóttir mín sem er að fá hann. Henni lofað því að þetta kæmi í dag. Því að þetta er rúm,“ útskýrir Soffía. „Hún var búin að sofa í sófanum í tvo daga. Þetta varð þriðja nóttin af því að það er ekki hægt að standa við loforðin. Af því að Pósturinn í Reykjavík segir að þetta eigi að vera svona. Excel skjalið í Reykjavík virkar bara ekkert úti á landi.“ Á endanum hafi dóttir hennar þurft að hringja og standa fast á sínu við starfsmenn Póstsins til þess að fá rúmið loksins sent heim að dyrum. „Við erum að tala um rúm sem er 180x2. Þetta stendur þarna inni á pósthúsi. Við fengum þær skýringar að það hefði verið annað drasl fyrir og þetta yrði ekki komið til okkar fyrr en daginn eftir. Þá sagði dóttir mín hingað og ekki lengra og Pósturinn sendi okkur pakkana loksins.“ Pakkar Soffíu enda ítrekað á Ísafirði og fara ekki lengra. Já Fermingargjöfin fór til Ísafjarðar í stað Eskifjarðar Soffía segist eiga aragrúa af dæmum þess að póstþjónustan virki ekki sem skyldi á Þingeyri. Hún rifjar upp þegar hún hafi sent barnabarninu sínu fermingargjöf í apríl sem býr hinumegin á landinu á Eskifirði. „Ég ætlaði að hafa góðan tíma til að senda honum þetta, því ég vildi að hann fengi þetta fyrir fermingardaginn sinn. Þetta var ekki lítill pakki, þetta var 32 tommu sjónvarp. Það fer með bíl á mánudegi frá Þingeyri og þá átti þetta að ná bílnum sem fór suður sama dag.“ Daginn eftir hafi Soffía hins vegar fengið skilaboð frá Póstinum um að sendingin hefði verið send til Ísafjarðar fyrir slysni. Soffía hefur ítrekað lent í því að póstur til hennar endi á pósthúsinu á Patreksfirði.Vísir/Vilhelm „Hvernig gátu þeir missent þetta á Ísafjörð? Ég þurfti að hringja og rífast og rífast og hann rétt náð austur fyrir ferminguna hjá barninu.“ Hún nefnir fleiri dæmi. „Ég veit ekki hversu oft ég hef verið að fá pakka og þetta fer á Patreksfjörð eða eitthvert annað. Þetta er allskonar bullshit.“ Soffía bætir því við að Þingeyringum sé jafnframt gert að sækja minni sendingar í póstbox á Ísafirði. „Mynduð þið vilja keyra til Keflavíkur til þess að sækja póst í póstbox? Því það er jafn löng leið fyrir okkur að keyra á Ísafjörð í póstbox og ég efast um að þeir í bænum viti það.“ Skorar á verslanir í Reykjavík að fjölga sendingarleiðum Soffía segir það furðulegasta mál að ekki sé hægt að velja á milli fleiri aðila en Póstsins þegar verslað er í reykvískum verslunum á netinu. „Þetta er svo skrítið. Það er bara rúmt ár síðan að við gátum valið á milli Póstsins eða Landflutninga. Núna getum við það ekki.“ Hún segist skora á verslanir í Reykjavík að veita landsbyggðinni kost á því að velja á milli Póstsins og Eimskips. „Ég get lofað þér því að Eimskip á eftir að hafa nóg að gera.“ Soffía saknar þess mjög að verslanir í Reykjavík bjóði upp á flutning með fleiri aðilum en póstinum.Vísir/Rakel Ósk Íhugar alvarlega að flytja úr landi Soffía segist vera komin með nóg af bágri þjónustu úti á landi. Hún segist íhuga alvarlega að flytja og ekki af landsbyggðinni heldur af landi brott. „Það er bara þannig að ef þú ákveður að þú vilt búa úti á landi, þá verður þú bara að sætta þig við það að vera annars flokks þegn í þjóðfélaginu eða þriðja flokks. Þær myndu ekkert sætta sig við þetta í Reykjavík.“ Soffía segist áður hafa búið á landsbyggðinni í Noregi og í Danmörku, en aldrei kynnst annarri eins þjónustu og hér á landi. Soffía bjó eitt sinn í nágrenni Stavangurs í Noregi. Þó alls ekki í borginni sjálfri. Þar var þjónustan miklu betri. Fraser Hall/Getty „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við bjuggum ekki í borg. En ef ég pantaði eitthvað þá var það komið nánast daginn eftir. Ég pantaði alla leið frá Osló og ég bjó fyrir utan Stavanger. Það er langt á milli en þetta var samt komið daginn eftir.“ Hún segir ekki koma til greina að búa annars staðar en á landsbyggðinni, þó ekki endilega á Íslandi. „Ég á bara ekki til orð yfir þetta. Maður er bara búinn að gefast upp á þessu. Sumir flytja aldrei en ég bara flyt út aftur. Ég hef engan áhuga á að búa í Reykjavík eða í borg en ég ætla ekki að búa við þetta. Það er bara ekki í boði. “ Heldurðu að þú myndir flytja aftur til Noregs? „Já alveg eins. Ég bjó þar í mörg ár. Við fengum góða þjónustu, þar voru læknar og eitthvað sem við þurftum ekki að díla við þar. Það virðist allt vera að fara fjandans til hérna og þeir inni á háa Alþingi virðast ekkert ætla að gera.“ Pósturinn segir fátítt að sendingar strandi úti á landi áður en þær berast á áfangastað. Vísir/Vilhelm Sjaldgæft að pakkar ílengist á landsbyggðinni Í svörum við fyrirspurn Vísis vegna málsins frá Vilborgu Ástu Árnadóttur, markaðsstjóra Póstsins, segir að það komi ekki oft fyrir að pakkar ílengist í bæjum með þessum hætti. „Hins vegar geta komið upp aðstæður sem setja strik í reikninginn, svo sem frídagar, óvenju mikið pakkamagn, lokaðar flutningsleiðir og svo framvegis. Við leggjum áherslu á að upplýsa fólk ef slíkar aðstæður koma upp og við reynum að gera það eftir fremsta megni.“ Misbrestur geti orðið á því og þá sé starfsfólk Póstsins þakklátt fyrir að vera látið vita svo hægt sé að bregðast við, beðist velvirðingar og lært af mistökunum. Vilborg segir að pökkum sé dreift alla virka daga í þéttbýli á landsbyggðinni en tvisvar í viku í dreifbýli. „Pakkasendingum er sem sagt dreift á landsbyggðinni daginn eftir póstlagningu svo framarlega sem þær eru póstlagðar fyrir ákveðinn tíma.“ Uppfært klukkan 17:44 með yfirlýsingu frá Póstinum að neðan Í dag birtist frétt á Vísi þar sem Pósturinn er gagnrýndur fyrir töf á sendingu sem átti að berast til Þingeyrar. Upp kom sú staða í byrjun maí að íbúi á Þingeyri átti von á sendingu sem barst ekki á réttum tíma. Það voru samverkandi þættir sem ollu því að sendingin var ekki afhent á réttum tíma,t.d. var óvenju mikið pakkamagn miðað við árstíma og lokaðar flutningaleiðir. Sem betur fer kemur það ekki oft fyrir að tafir verði á pakkasendingum frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða. Þess má geta að í apríl voru 97,6% sendinga, eða tæplega 98 sendingar af 100, afhentar á réttum tíma. Þegar sendingar tefjast leggur Pósturinn áherslu á að upplýsa fólk um það. En það getur orðið misbrestur á því og í þessu tilviki voru mistök að láta viðskiptavininn ekki vita að sendingin kæmi ekki á réttum tíma. Okkur þykir afar leitt að hafa ekki upplýst viðskiptavininn í þessu tilviki og að sendingin hafi borist of seint. Við erum þakklát þegar fólk lætur okkur vita svo við getum brugðist við, beðist velvirðingar og lært af mistökunum. Nú hefur verið skerpt á verklagi til að koma í veg fyrir að slík mistökendurtaki sig. Þjónustan á Þingeyri er þannig að það kemur póstbíll 5 daga vikunnar á staðinn og dreifir pökkum alla virka daga og bréfum tvisvar í viku. Ef sendingar komast ekki með fyrstu ferð til Þingeyrar frá Ísafirði hefur Pósturinn samband við viðtakanda og farin er aukaferð. Það á því enginn að þurfa að sækja sendingar á Ísafjörð, hvorki í póstbox né á pósthúsnema óskað hafi verið eftir því. Ef viðskiptavinir eru ekki heima í fyrstu afhendingartilraun þá fer sendingin á Ísafjörð en við bjóðum þeim að koma aftur með sendinguna síðar. Starfsmenn Póstsins reyna eftir bestu getu að fylgja þessu verklagi en hins vegar getur alltaf eitthvað komið upp á. Pósturinn tekur öllum ábendingum fagnandi því við erum sífellt að leita leiða til að bæta okkur. Ísafjarðarbær Pósturinn Reykjavík Byggðamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Þjónustan hér úti á landi hjá Póstinum er skelfileg,“ segir Soffía Nönnudóttir, íbúi á Þingeyri sem hafði samband við fréttastofu, svo gáttuð var hún á málinu. Soffía pantaði þrjár vörur frá Rúmfatalagernum í síðustu viku og var ekkert annað í boði en að fá sendinguna með Íslandspósti. „Þetta er bara glatað. Við erum öll farin að íhuga að fara bara. Þjónustan hérna er bara orðin hryllingur. Ég veit að við erum ekki ein í þeim pælingum hérna fyrir vestan.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Soffía hefur bent á slæma þjónustu við íbúa á Þingeyri. Í nóvember 2009 ræddi hún við Fréttablaðið um áhyggjur sínar af því að börn hennar hefðu verið skikkuð af Vinnumálastofnun til þess að mæta vikulega í viðtal á Ísafirði og sækja þar námskeið. Gemlufallsheiði væri enda mjög vafasöm að vetri til og ferðirnar á milli Þingeyrar því verið hættulegar. Árið 2016 sagði Soffía svo við DV að hún væri komin með upp í kok af þjónustu póstsins við Þingeyinga. Í samtali við Vísi segir hún ekkert hafa breyst síðastliðin sjö ár. Svaf í sófanum í þrjár nætur Soffía segir að um hafi verið að ræða þrjá pakka frá Rúmfatalagernum. Einn sé í nokkurri stærð. „Það er dóttir mín sem er að fá hann. Henni lofað því að þetta kæmi í dag. Því að þetta er rúm,“ útskýrir Soffía. „Hún var búin að sofa í sófanum í tvo daga. Þetta varð þriðja nóttin af því að það er ekki hægt að standa við loforðin. Af því að Pósturinn í Reykjavík segir að þetta eigi að vera svona. Excel skjalið í Reykjavík virkar bara ekkert úti á landi.“ Á endanum hafi dóttir hennar þurft að hringja og standa fast á sínu við starfsmenn Póstsins til þess að fá rúmið loksins sent heim að dyrum. „Við erum að tala um rúm sem er 180x2. Þetta stendur þarna inni á pósthúsi. Við fengum þær skýringar að það hefði verið annað drasl fyrir og þetta yrði ekki komið til okkar fyrr en daginn eftir. Þá sagði dóttir mín hingað og ekki lengra og Pósturinn sendi okkur pakkana loksins.“ Pakkar Soffíu enda ítrekað á Ísafirði og fara ekki lengra. Já Fermingargjöfin fór til Ísafjarðar í stað Eskifjarðar Soffía segist eiga aragrúa af dæmum þess að póstþjónustan virki ekki sem skyldi á Þingeyri. Hún rifjar upp þegar hún hafi sent barnabarninu sínu fermingargjöf í apríl sem býr hinumegin á landinu á Eskifirði. „Ég ætlaði að hafa góðan tíma til að senda honum þetta, því ég vildi að hann fengi þetta fyrir fermingardaginn sinn. Þetta var ekki lítill pakki, þetta var 32 tommu sjónvarp. Það fer með bíl á mánudegi frá Þingeyri og þá átti þetta að ná bílnum sem fór suður sama dag.“ Daginn eftir hafi Soffía hins vegar fengið skilaboð frá Póstinum um að sendingin hefði verið send til Ísafjarðar fyrir slysni. Soffía hefur ítrekað lent í því að póstur til hennar endi á pósthúsinu á Patreksfirði.Vísir/Vilhelm „Hvernig gátu þeir missent þetta á Ísafjörð? Ég þurfti að hringja og rífast og rífast og hann rétt náð austur fyrir ferminguna hjá barninu.“ Hún nefnir fleiri dæmi. „Ég veit ekki hversu oft ég hef verið að fá pakka og þetta fer á Patreksfjörð eða eitthvert annað. Þetta er allskonar bullshit.“ Soffía bætir því við að Þingeyringum sé jafnframt gert að sækja minni sendingar í póstbox á Ísafirði. „Mynduð þið vilja keyra til Keflavíkur til þess að sækja póst í póstbox? Því það er jafn löng leið fyrir okkur að keyra á Ísafjörð í póstbox og ég efast um að þeir í bænum viti það.“ Skorar á verslanir í Reykjavík að fjölga sendingarleiðum Soffía segir það furðulegasta mál að ekki sé hægt að velja á milli fleiri aðila en Póstsins þegar verslað er í reykvískum verslunum á netinu. „Þetta er svo skrítið. Það er bara rúmt ár síðan að við gátum valið á milli Póstsins eða Landflutninga. Núna getum við það ekki.“ Hún segist skora á verslanir í Reykjavík að veita landsbyggðinni kost á því að velja á milli Póstsins og Eimskips. „Ég get lofað þér því að Eimskip á eftir að hafa nóg að gera.“ Soffía saknar þess mjög að verslanir í Reykjavík bjóði upp á flutning með fleiri aðilum en póstinum.Vísir/Rakel Ósk Íhugar alvarlega að flytja úr landi Soffía segist vera komin með nóg af bágri þjónustu úti á landi. Hún segist íhuga alvarlega að flytja og ekki af landsbyggðinni heldur af landi brott. „Það er bara þannig að ef þú ákveður að þú vilt búa úti á landi, þá verður þú bara að sætta þig við það að vera annars flokks þegn í þjóðfélaginu eða þriðja flokks. Þær myndu ekkert sætta sig við þetta í Reykjavík.“ Soffía segist áður hafa búið á landsbyggðinni í Noregi og í Danmörku, en aldrei kynnst annarri eins þjónustu og hér á landi. Soffía bjó eitt sinn í nágrenni Stavangurs í Noregi. Þó alls ekki í borginni sjálfri. Þar var þjónustan miklu betri. Fraser Hall/Getty „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við bjuggum ekki í borg. En ef ég pantaði eitthvað þá var það komið nánast daginn eftir. Ég pantaði alla leið frá Osló og ég bjó fyrir utan Stavanger. Það er langt á milli en þetta var samt komið daginn eftir.“ Hún segir ekki koma til greina að búa annars staðar en á landsbyggðinni, þó ekki endilega á Íslandi. „Ég á bara ekki til orð yfir þetta. Maður er bara búinn að gefast upp á þessu. Sumir flytja aldrei en ég bara flyt út aftur. Ég hef engan áhuga á að búa í Reykjavík eða í borg en ég ætla ekki að búa við þetta. Það er bara ekki í boði. “ Heldurðu að þú myndir flytja aftur til Noregs? „Já alveg eins. Ég bjó þar í mörg ár. Við fengum góða þjónustu, þar voru læknar og eitthvað sem við þurftum ekki að díla við þar. Það virðist allt vera að fara fjandans til hérna og þeir inni á háa Alþingi virðast ekkert ætla að gera.“ Pósturinn segir fátítt að sendingar strandi úti á landi áður en þær berast á áfangastað. Vísir/Vilhelm Sjaldgæft að pakkar ílengist á landsbyggðinni Í svörum við fyrirspurn Vísis vegna málsins frá Vilborgu Ástu Árnadóttur, markaðsstjóra Póstsins, segir að það komi ekki oft fyrir að pakkar ílengist í bæjum með þessum hætti. „Hins vegar geta komið upp aðstæður sem setja strik í reikninginn, svo sem frídagar, óvenju mikið pakkamagn, lokaðar flutningsleiðir og svo framvegis. Við leggjum áherslu á að upplýsa fólk ef slíkar aðstæður koma upp og við reynum að gera það eftir fremsta megni.“ Misbrestur geti orðið á því og þá sé starfsfólk Póstsins þakklátt fyrir að vera látið vita svo hægt sé að bregðast við, beðist velvirðingar og lært af mistökunum. Vilborg segir að pökkum sé dreift alla virka daga í þéttbýli á landsbyggðinni en tvisvar í viku í dreifbýli. „Pakkasendingum er sem sagt dreift á landsbyggðinni daginn eftir póstlagningu svo framarlega sem þær eru póstlagðar fyrir ákveðinn tíma.“ Uppfært klukkan 17:44 með yfirlýsingu frá Póstinum að neðan Í dag birtist frétt á Vísi þar sem Pósturinn er gagnrýndur fyrir töf á sendingu sem átti að berast til Þingeyrar. Upp kom sú staða í byrjun maí að íbúi á Þingeyri átti von á sendingu sem barst ekki á réttum tíma. Það voru samverkandi þættir sem ollu því að sendingin var ekki afhent á réttum tíma,t.d. var óvenju mikið pakkamagn miðað við árstíma og lokaðar flutningaleiðir. Sem betur fer kemur það ekki oft fyrir að tafir verði á pakkasendingum frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða. Þess má geta að í apríl voru 97,6% sendinga, eða tæplega 98 sendingar af 100, afhentar á réttum tíma. Þegar sendingar tefjast leggur Pósturinn áherslu á að upplýsa fólk um það. En það getur orðið misbrestur á því og í þessu tilviki voru mistök að láta viðskiptavininn ekki vita að sendingin kæmi ekki á réttum tíma. Okkur þykir afar leitt að hafa ekki upplýst viðskiptavininn í þessu tilviki og að sendingin hafi borist of seint. Við erum þakklát þegar fólk lætur okkur vita svo við getum brugðist við, beðist velvirðingar og lært af mistökunum. Nú hefur verið skerpt á verklagi til að koma í veg fyrir að slík mistökendurtaki sig. Þjónustan á Þingeyri er þannig að það kemur póstbíll 5 daga vikunnar á staðinn og dreifir pökkum alla virka daga og bréfum tvisvar í viku. Ef sendingar komast ekki með fyrstu ferð til Þingeyrar frá Ísafirði hefur Pósturinn samband við viðtakanda og farin er aukaferð. Það á því enginn að þurfa að sækja sendingar á Ísafjörð, hvorki í póstbox né á pósthúsnema óskað hafi verið eftir því. Ef viðskiptavinir eru ekki heima í fyrstu afhendingartilraun þá fer sendingin á Ísafjörð en við bjóðum þeim að koma aftur með sendinguna síðar. Starfsmenn Póstsins reyna eftir bestu getu að fylgja þessu verklagi en hins vegar getur alltaf eitthvað komið upp á. Pósturinn tekur öllum ábendingum fagnandi því við erum sífellt að leita leiða til að bæta okkur.
Ísafjarðarbær Pósturinn Reykjavík Byggðamál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira